Glöggur lesandi Bílabloggs benti á, eftir að hafa lesið greinina um „Body Kit“ fyrir nýjan Land Cruiser 300, að til væri fantafínt „Body Kit“ fyrir Dacia Duster. Það stóð heima! Auðvitað eru skoðanir manna mismunandi og allt það en undirrituð er sammála því að til eru „kitt“ sem koma býsna vel út þegar Dacia Duster á í hlut!

image

Þýska fyrirtækið Prior Design hannaði „Body Kit“ fyrir Duster og slagorðið þeirra er algjör snilld:

„Þú þarft ekki að fara í ræktina til að verða stór.“

Nei, Dacia fór ekki í ræktina heldur í verulega fínan „búning“ sem gerir hann kraftalegan útlits, svo ekki sé meira sagt!

Billeg stakkaskipti

Hér má skoða fleiri myndir frá Prior Design. En það snjallasta við heildarmyndina er að verðmiðinn á „kittinu“ er ekki yfirgengilega stór og kannski bara í nokkuð góðu samræmi við verðið á bílnum sjálfum sem er á meðal ódýrari bíla í þessum stærðarflokki, hér á landi og víðar.

2.999 evrur kostar „widebody aerodynamic kit“ frá Prior Design en það mun samsvara tæpum 470.000 krónum, ef mér skjátlast ekki.

Þar sem maður er bara orðlaus er best að leyfa meðfylgjandi myndbandi að tala sínu máli:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is