Alvöru prófun á Ford Bronco Sport Badlands í Ameríku

    • Besta útgáfan, einnig á hefðbundnu slitlagi
    • Samkeppnishæf verðlagning og búnaður gerir bílinn virkilega aðlaðandi

Nýr Ford Bronco Sport þykir spennandi bíll og það bíða margir hérlendis eftir bílnum og að heyra meira af kostum hans og göllum. Autoblog-vefurinn tók Ford Bronco Sport Badlands útgáfuna í reynsluakstur og hér á eftir fylgir umsögn þeirra um bílinn í lauslegri þýðingu:

Vélbúnaðurinn aðgreinir

Það eru vélrænu uppfærslurnar sem aðgreina Badlands frá öðrum Bronco Sport. Undir húddinu er turbó 2,0 lítra fjögurra strokka vél sem er 250 hestöfl og togið er 376 Nm. Þetta er aukning um 69 hestöfl og 118 Nm umfram aðrar Bronco Sport gerðir. Vélin er tengd við átta gíra sjálfskiptingu til allra fjögurra hjóla, en er með tvöfalda kúplingu á mismunadrifi að aftan. Og auk þess að hægt er að beita toginu vel og hægt er að læsa mismunadrifinu að aftan og miðjumismunadrifinu til að auka gripið. Gírskiptingin og mismunadrifið að aftan fá líka sína eigin olíukæla.

Badlands er með 28,5 tommu hjólbarða fyrir allt yfirborð sem staðalbúnað, með 29 tommu hjólbarða sem valkost.

Badlands fær einnig fjöðrunarbúnað fyrir torfæruakstur, hlífðarplötur á undirvagni, einstökum „Mud“ og „Rock Crawl“ drifstillingum (GOAT stillingum), myndavél að framan, sem og akstursstjórnunarkerfi Ford sem kallast „Trail Control“.

image

2021 Ford Bronco Sport Badlands Myndir: Ford.

Góður jafnt á vegi og vegleysum

Við hjá Autoblog höfum áður eytt nokkrum tíma í Badlands utan vega, þar sem hann stóð sig frábærlega. Að þessu sinni gátum við prófað bílinn í raunverulegu náttúrulegu umhverfi sínu, borgargötum og hraðbrautum, og þar stendur hann sig vel líka. Vélin er frábær. Ekki aðeins skilar hún öllu aflinu, heldur gerir hún það á öllu orkusviðinu og gerir það fljótt í næstum öllum aðstæðum. Svo er það þessi ágæti afturöxull.

Og í sportstillingu er aðlögun á togi stillt og enn meira af togi vélarinnar er sent aftur til hjólanna. Þetta breytir verulega eðli Bronco Sport, gerir hann liprari og sneggri í erfiðum aðstæðum.

Í sjálfgefinni stillingu, og venjulegum 1,5 lítra búnum Bronco Sport sem er með hefðbundnara fjórhjóladrifskerfi, sem ekki er með togstillingu, er meiri tilhneiging til undirstýringar. Okkur þætti gaman að sjá Ford gera þetta fjórhjóladrifskerfi tiltækt í einhverju eins og Escape ST.

image
image

Þessar breytingar (Badlands) bæta ekkert sérstaklega upplifunina á venjulegum vegum, en þær draga þó ekki úr henni heldur. Fjöðrunin sem stillt er fyrir torfæruakstur getur verið svolítið þétt og ójöfn á holóttu og grófu malbiki, eitthvað sem við tókum ekki eftir í Badlands Bronco Sport. Hann fer þó létt með stórar holur. Það er vægur vottur af veltihreyfingum á bílnum, meðal annars vegna þess hve hár bíllinn er frá götunni.

Hann er samt alveg með gott viðbragð og meðfærilegur. Hjólbarðarnir, sem ætlaðir eru fyrir grófara landslag, höfðu einnig mjög gott grip og eru furðu hljóðlátir og heyrist nánast ekkert í þeim inn í bílinn.

image
image

Sjálfskipting mætti vera betri

Ef það er einhver einn hlutur sem gæti kallað á endurbætur, þá er það hægvirk sjálfskiptingin - hún virkar frekar illa í beinskiptum ham. Sem betur fer er skiptingin mjúk og tölvustýring hennar virkar vel. Hún skiptir sér ekki of oft og þarf ekki að fara í gegnum mörg tannhjól til að ná út því afli sem óskað er eftir.

image
image

Þó að vélin í Badlands sé aðalmálið, fær bíllinn heldur betur flottar innréttingar. Dökkblátt eða appelsínugult áklæði kemur í stað þess látlausa svarta eða gráa sem er að finna í grunngerðunum og aðlaðandi brúnt leðuráklæði er valkostur. Þessir litir eru settir saman með plastskreytingum í hurðunum og á mælaborðinu, sem lýsa upp annars daufa innréttinguna og draga athyglina frá einfaldara hörðu plasti sem fylgir með.

Ford býður einnig upp á aukabúnað brúnt og svart leður og gervirúskinn sem er enn flottara.

Óháð áklæði eru framsætin með hitun og fjölda stillingarmöguleika, og þeir eru rafstýrðir. Sjálfvirk loftkæling er staðalbúnaður með tvöfalt svæði sem valkost.

image
image

Badlands er með hefðbundinn 8 tommu upplýsingaskjá eins og allir Bronco Sport ásamt Apple CarPlay, Android Auto og fjórum USB tengjum. Snertiskjárinn er bjartur, skarpur og snöggur og staðsettur þar sem auðvelt er að lesa og ná í hann.

Töfin á milli þess að snúa stilliskífunni og staðfesting hennar á skjánum er alltof löng, það er þó einnig vandamál sem við höfum fundið í öðrum bílum frá Ford.

image
image

Mjög samkeppnisfær jeppi

Fyrir utan að vera flott útgáfa samanborið við aðrar gerðir, þá er Bronco Sport Badlands mjög samkeppnishæfur jeppi. Það er svo sem ekki þéttsetinn básinn af svona jeppum í samkeppninni.

image
image

Auðvitað er Bronco Sport, sérstaklega Badlands, nægum kostum búinn svo hann veki áhuga hjá þeim sem ekki stefna á neinar torfærur.

Svo, ef þú ert einfaldlega á höttunum eftir stílhreinum, öflugum litlum „crossover“, þá ættir þú að kíkja á Bronco Sport og sérstaklega Badlands. Jú, hann mun koma þér á óvart í torfæruakstri, en þú munt einnig njóta ánægjulegrar upplifunar í venjulegum þjóðvegaakstri, og færð þetta allt á sanngjörnu verði.

Grunnverð: 34.315 dollarar

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is