Öflug útgáfa af Jeep Wrangler

2022 Jeep Wrangler Willys með Xtreme Recon pakka kynntur á  Detroit 4Fest

Í Bandaríkjunum eru menn duglegir að skipuleggja ýmsa viðburði fyrir jeppaáhugamenn. 4Fest bjóða áhugamönnum upp á tvo heila daga af skemmtun í torfæruakstri og upplifun með gönguleiðum til að kanna, hæðir til að klifra, klettabrautir til að reyna eigin getu og hektara til að njóta þess að leika sér og keyra torfærubíla.

Bílasýningin í Detroit er smærri í sniðum núna árið 2021, en í  september var mikil bílahátíð í suðausturhluta Michigan í Bandaríkjunum.

Detroit 4fest

Jeep tilkynnti í vikunni að fyrirtækið muni styrkja Detroit 4Fest-einn af fremstu torfæruviðburðum landsins á Holly Oaks ORV Park, stórum torfæruleikvangi í nágrenni bílaborgarinnar Detroit. Áætlað er að 25.-26. september verði Detroit 4Fest á milli bílasýningarinnar í Detroit 21.-26. september og Motor Bella hátíðarinnar, 30. september-3. október.

Jeep kynnir Wrangler Willys með Xtreme Recon pakka

Jeep hefur tilkynnt að Wrangler Willys 2022 árgerði verði fáanleg með Xtreme Recon pakkanum sem inniheldur m.a. 35 tommu dekk með 17 tommu og 8 tommu „beadlock“ felgum.

image

2022 Jeep Wrangler Willys með Xtreme Recon pakka. Fínn í hitanum í Ameríku en væri ekki eins hentugur í fjallaferðum á Íslandi.

35 tommu dekk beint frá verksmiðju

„Nýi Jeep Wrangler Willys með Xtreme Recon pakkanum gefur ástríðufullum viðskiptavinum okkar annan frábæran valkost fyrir 35 tommu dekk, beint frá verksmiðjunni,“ sagði Jim Morrison, varaforseti Jeep Brand North America.

(Frétt á vef Torque Report)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is