Ég er búinn að bíða spenntur eftir þessari heimildamynd en oft þegar svo er verð ég fyrir vonbrigðum. Það urðu engin vonbrigði í dag, þvert á móti.

Hann átti marga andstæðinga í keppni og stundum hitnaði vel í kolunum en fyrir utan keppni þá fór yfirleitt vel á með honum og keppinautunum.

Það er ekki farið ýtarlega í hvernig ástandið á honum er núna en mætti skilja að hann sé mögulega eitthvað að ná sér en það sé mjög hægur bati og hann muni aldrei verða nálægt því að ná sér að fullu. Michael hélt fjölskyldunni fyrir utan sviðsljósið og nú gerir fjölskyldan það sama fyrir hann. Hann var og er líklega enn ekki mikið fyrir sviðsljósið.

Þetta er afskaplega vönduð heimildamynd sem heiðrar þennan mikla meistara.

Ef Schumacher og hans keppninautar hefðu ekki verið í F1 eins og karakterar í góðri sögu þá hefði undirritaður hætt að horfa á F1 mikið fyrr, en því áhorfi lauk þegar Schumacher hætti að keppa og var ég þó ekki sérstakur aðdáandi hans.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is