Land Rover Defender V8 Bond Edition

Þessi sérútgáfa af Land Rover Defender V8 Bond Edition er markaðssett vegna nýju 007 kvikmyndarinnar „No Time To Die“.

Vegna væntanlegrar frumsýningar á nýju James Bond myndinni 'No Time To Die' hefur Land Rover búið til „Defender V8 Bond Edition“.

Þessi sérútgáfa af Defender er framleidd til að fagna 25. kvikmyndinni um 007 og er fáanleg bæði í stuttu gerðinni 90 og stærri 110 gerðinni.

image

Land Rover Defender V8 Bond Edition - Myndir Land Rover.

Það eru ýmis atriði sem aðgreina Bond útgáfuna frá venjulegum V8 Defender. Má þar til dæmis nefna einstakt „Defender 007“ merki að aftan, „007“ inngönguljós og upplýst „007“ gangbretti.

image

Til að aðgreina V8 Bond Edition enn frekar eru sérstök lógó á griphandfanginu og „One of 300“ („einn af þrjúhundruð“) merking til að gefa til kynna hvar bílinn er í 300 bíla framleiðslulotunni. Eins og hinn hefðbundni V8 Defender er þessi sömuleiðis með „Extended Black Pack“ með 22 tommu Gloss Black felgum og Xenon Blue bremsuklossum að framan. 11,4 tommu snertiskjárinn sem er valfrjáls á hefðbundna V8 er einnig innifalinn.

image

Með því að nota sömu 5,0 lítra V8 vélina með forþjöppu sem er í Defender V8, er útkoman 518 hestöfl og 625 Nm tog-sem leiðir til óbreytts 0-100 km/klst tíma 5,2 sekúndur og 240 km hámarkshraða á stutta 90 bílnum.

image
image

Eins og áður sagði er verðið frá 105.395 pundum (kr. 18.475.000) fyrir 90 Bond útgáfuna og 108.040 pund fyrir (kr. 18.938.330) fyrir 110 bílinn (þetta jafngilda 6.890 pundum meira en fyrir venjulega V8 Defender útgáfuna sem gerðirnar eru byggðar á).

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is