Hleðslustöðvar Tesla fyrir alla?

Tesla opnaði nýlega eina af Supercharger stöðvum sínum í Hollandi fyrir aðrar rafbílagerðir en Tesla. Hingað til er ekki annað að sjá en það hafi gengið mjög vel.

Tesla opnaði einnig á hleðslu fyrir Teslur frá Þýskalandi og Belgíu á þessari einu stöð.

Þó svo að Tesla muni líklega halda áfram með þetta frumkvöðlaverkefni í Hollandi er Noregur næsta land sem Tesla vill opna á hleðslu fyrir aðrar gerðir rafbíla. Norski fréttamiðillinn Bilbransje24 birti upplýsingar sem fulltrúi Tesla ræddi við samgönguráðuneyti Noregs.

Þar sagði: „Við erum nú að rannsaka aðra markaði fyrir hugsanlega útvíkkun verkefnisins [opnun hleðslustöðva]. Við viljum því gjarnan koma á fundi með ykkur og upplýsa ykkur frekar um áætlanir okkar [...].

image

Gæti orðið í sumar

Ekki hefur komið fram hvenær Tesla ætli í breytingar á hleðslustöðvanetinu í Noregi en fyrri heimildir herma að það gæti orðið fyrir september 2022, án þess að þeir hjá Tesla staðfestu það. Hinsvegar staðfestu þeir að verið væri að skoða útvíkkun á notkun hleðslustöðvanetsins.

Grundvöllur styrkja

Hvatakerfið í Noregi stendur aðeins þeim opið sem byggja hleðslustöðvar sem eru opnar öllum gerðum ökutækja.

image

Hvatar til uppbyggingar hleðslunets eru þó enn meiri í Bandaríkjnum þar sem búið er að koma á fót 7,5 milljarða dollara sjóði til uppbyggingar á hleðslustöðvaneti.

Byggt á grein á insideevs.com

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is