Nýr Kia Sportage sportjeppi 2022: útgáfa fyrir Evrópu frumsýnd

Evrópu-útgáfan af nýja Kia Sportage hefur verið afhjúpuð með ýmsum valkostum í blendings- og tengitvinnbúnaði

Kia hefur afhjúpað nýja og sérstaka Evrópuútgáfu af fimmtu kynslóð Sportage fjölskyldujeppans, með tengitvinnbúnaði og sem hybrid. Honum er ætlað að keppa við keppinauta kóreska vörumerkisins, þá Hyundai Tucson og Nissan Qashqai.

Verður formlega frumsýndur á IAA í Munchen 6. september

Kia mun kynna European Sportage á bílasýningunni í München 2021 og opna dyr sínar fyrir fjölmiðlum 6. september.

Hönnun, tækni og skemmtilegheit

Nýi bíllinn hefur verið þróaður með þrjár lykilstoðir í huga, að sögn Kia.

Sú fyrsta beinist að nýstárlegri hönnun, önnur að háþróaðri tækni og sú þriðja á að gera bílinn skemmtilegri í akstri.

image

Vegna styttri hjólhafs er útlit evrópska bílsins að nokkru frábrugðinn í samanburði við alþjóðlega bílinn. Þessar áherslur snúa sérstaklega að C-bitunum þar sem Evrópski Sportage tapar litlu afturrúðunum og verður svolítið kubbslegri að aftan.

image

Nýr Sportage er 4,515 mm langur, 30 mm lengri en forveri hans, en hjólhafið hefur einnig vaxið um 10 mm til að bæta umbúðir og plássið að innan, auk þess að skapa meira pláss til að hýsa rafhlöðu fyrir blendingstæknina.

Þessi nýja aflrás fyrir Sportage er með 1,6 lítra fjögurra strokka túrbó bensínvél ásamt 13,8kWh rafhlöðu sem ásamt rafmótor gefur samanlagt afköst sem nema 261 hestafli. Þó að enn eigi eftir að koma fram frekari upplýsingar þá er rafmagnssvið aðeins innan við 55-60 km (7,2kW hleðslutæki um borð þýðir tveggja tíma hleðslutíma).

Önnur ný vél fyrir Sportage er 1,6 lítra bensín túrbóvél frá Kia - 148 hestöfl.

Þessi vél er með mildri blendingstækni og verður pöruð við skynvædda handskiptingu Kia. Ef menn vilja fá sjálfvirkan gírkassa eykur aflrásin í 1,6 T-GDi DCT afköstin í 178 hestöfl.

image
image

Stíllinn er innblásinn af EV6 rafbíl Kia, með stóru grilli og skörpum ljósum að framan og aftan. Evrópugerðin er líka komin með nýja gerð stuðara að aftan.

image

Flott mælaborð

image

Að innan í GT-línunni á myndunum eru tveir 12,3 tommu skjáir, þar sem „Multi-Mode“ hallar örlítið í átt að ökumanninum. Það eru enn raunverulegir tveir hnappar, en hægt er að skipta aðgerðum þeirra á milli kerfa fyrir miðla (útvarp og margmiðlun) og loftslagsstýringar með snertirofum.

image

Tækni eins og „matrix“-LED ljós, 360 gráðu myndavél og fjarstýrð bílastæðahjálp eru valkostir, en það fer eftir búnaðarstigi bílanna.

Meira pláss í innanrými

image

Að innan er búið að endurbæta plássið heilmikið og það byggist á nýja N3 grunninum. Auk þess að meira pláss er að innan - sérstaklega að aftan - segir Kia að farangursgeymsla Sportage verði 10-15 prósent stærri en í forvera hans. Enn á eftir að staðfesta hleðslurými en allar gerðirnar munu bjóða upp á meira en 500 lítra.

image

Farangursrýmið er sagt stærra en í eldri bílnum.

image

Nýi Sportage fer í sölu síðar á þessu ári og gert er ráð fyrir að nýir kaupendur geti fengið bílana sína í byrjun árs 2022.

(byggt á vef KIA, Auto Express og Autoblog – myndir frá KIA)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is