Síðasti kubburinn rataði á sinn stað í gær og þar með var hann tilbúinn: Stærsti Formúlu 1 Legobíll í heimi.

En aftur að bílnum: Saudi Automobile & Motorcycle Federation (SAMF) á heimsmetið í byggingu stærsta F1 Legobílsins en fyrra metið átti Ferrari (met slegið árið 2019) og var  sá bíll gerður úr 350.000 kubbum.

Í Sádi-Arabíu er 23. september þjóðhátíðardagur og því þótti vel við hæfi að heimsmetið væri sett einmitt þann dag, eins og raunin varð í gær þegar staðfest var að bíllinn væri réttmætur heimsmethafi á Guinness-mælikvarða.

image

500.000 kubbar, takk fyrir!

Bílinn má skoða með eigin augum í The Red Sea Mall í Jeddah, en þar sem það er nú ekki í alfaraleið getur líka verið fínt að sjá byggingarferlið hér í þessu hálfrar mínútu langa „timelapse“ myndbandi sem kom á vefinn í morgun:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is