Kia forsýnir minni og sportlegri Sportage fyrir Evrópu

Kia kynnti nýtt útlit á Sportage fyrir Ameríkumarkað fyrr á þessu ári. Nú hefur Kia hannað aðra og minni útgáfu, sérstaklega hugsaða fyrir Evrópumarkað. Nýverið voru forsýndar skissur af hugmyndinni að þessum bíl.

image

Þetta er nokkuð smart hönnun sem reikna má með að veki nokkra athygli.

image

Sjá má að stuðarar eru með meira „evrópsku“ sniði. Stærri og klossaðri stuðarar sem settir hafa verið á evrópska bíla fyrir Ameríkumarkað hafa afbakað annars flotta hönnun. Ómögulegt er að segja til um hvort þessi hönnun muni ná inn í sýningarsali.

image
image

Frekari breytingar má sjá á afturhluta bílsins þar sem þriðji hliðarglugginn hefur verið felldur út og gluggasvæðið á hliðum bílsins orðin ein heild sem nær upp að þaklínu. Bíllinn virkar mun styttri en hægt verður að panta svartan topp á bílinn til að kalla fram andstæður.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kia þróar Sportage sérstaklega fyrir Evrópu.

„Evrópskur Sportage mun verða meira í ætt við nafnið á bílnum, sportlegri og meira spennandi. Útlitið á að kalla fram flotta straumlínu og aukin afköst sem henta til dæmis evrópskum hraðbrautum,“ útskýrði breska svið Kia í kynningu á bílnum.

image
image

Þó svo að „krossover“ bílar séu vinsælir í Evrópu líkt og í Bandaríkjunum hafa þeir verið talsvert minni en ameríkubílarnir. Það kemur vafalítið til af því að um þrengri götur er að ræða í Evrópu og bílastæði minni og af skornum skammti.

image

Byggt á grein Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is