Nýr Kia EV4 bætist við rafmagnsframboð fyrirtækisins

    • Kia er tilbúinn til að auka framboð sitt á sviði rafbíla með millistórum EV4 á næsta ári

Kia mun fylgja fyrsta sérsniðna rafbílnum sínum, EV6 krossover, með tveimur „EV“ jeppagerðum að sögn breska bílavefsins Auto Express. Að sögn vörustjóra KIA fyrir Evrópu, Sjoerd Knipping, mun annar „EVx“ bíll kóreska vörumerkisins vera stór jeppi sem miðar á Bandaríkin.

image

Kia á skráð vörumerki fyrir gerðir allt frá EV1 til EV9. Stóri jeppinn gæti verið merktur EV7 eða EV8 og hann mun bjóða upp á sjö sæta möguleika svipaða og Ioniq 7 jeppinn frá Hyundai sem var staðfestur til frumsýningar árið 2024.

Hönnun hans sem eru mjög innblásin af EV6 munu líklega verða með framljósin og LED ljósastiku að aftan í fullri breidd, auk kraftmikils útlits og nýs merki Kia.

EV4 verður smíðaður á E-GMP grunni fyrir rafbíla Hyundai-Kia Group. Aðeins minna hjólhaf í samanburði við EV6 (2.900 mm) þýðir að stærð bílsins verður nær þeirri sem eru í nýrri evrópskri útgáfu af fimmtu kynslóð Sportage jeppans frá Kia.

Og jafnvel með styttra hjólhafi er líklegt að EV4 noti rafhlöðutækni EV6.

Það þýðir að hægt væri að bjóða 58 kWh og 77,4kWh, sem gæfi hámarksdrægni sem nemur rúmlega 480 kílómetra í þessum meðalstóra rafdrifna EV4 sportjeppajeppa.

image

Þó að E-GMP grunnurinn muni liggja til grundvallar mörgum rafknúnum ökutækjum í næstu framtíð, þá lýsti Knipping einnig yfir að hann „þjóni ekki öllum stærðarflokkum, einkum sumum minni bílunum.

Hann bætti við: „Ekki þurfa allir bílar 800V tækni, þannig að við gætum notað 400V tækni okkar í sumum tilfellum.

Við þurfum að sjá hvort að sá markaðshluti sem við þjónum getur verið með afleiddum kerfum, eins og núverandi e-Niro, eða hvort nýr grunnur verður til?“

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is