ID.5 GTX verði meira „sexý“ en ID.4

Volkswagen mun afhjúpa hugmynd að nýjum bíl sem er náskyldur bróður sínum ID.4. Hann mun heita ID.5 GTX og er fjórhjóladrifinn, hraðskreiðari og með hallandi þaklínu.

image
image

Meira „sexý“

Myndirnar sem komu frá Wolfsburg sýndu þennan nýja grip sveipaðan litríkum felubúningi sem aldrei fyrr.

Að framan lítur þessi bíll nánast eins út og ID.4 bíllinn sem einkennist af mjóu LED ljósunum, heilu grillinu og stóru áberandi VW merkinu í miðju.

Hönnuðirnir hafa svo sveigt línuna þegar aftar dregur og myndað ávala þaklínu sem endar í háum afturenda í anda BMW X6 og Mercedes GLC. Afturljósin svipuð og á ID.4

image
image

Meira afl

ID.5 GTX verður byggður á MEB grunninum sem sérhannaður er fyrir rafbílalínu Volkswagen. Hann verður knúinn áfram með tveimur rafmótorum, einum á hvorri drifrás (framan og aftan). Ekki hefa verið gefnar út neinar hestafla- og togtölur en GTX merkingin þýðir að ID.5 tilheyri kraftmeiri hópnum í fjölskyldunni.

Þess má geta að ID.4 GTX sem nýlega var kynntur er um 295 hestöfl, knúinn áfram með tveimur mótorum, einum á hvorri aflrás og þannig með aldrifi.

image

Kemur snemma árs 2022

VW hefur lagt áherslu á sýningarbíllinn í Munchen verði sem næst framleiðsluútgáfunni sem þýðir líklega að ekki verða stórar breytingar á bílnum þegar hann kemur í sýningarsali hjá umboðsaðilum.

image

Áætlað er að sala á ID.5 GTX hefjist snemma árs 2022.

Byggt á grein Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is