Næsta skref rafbíla: Hanna rafhlöður til að styrkja bílinn og lengja sviðið

Eins og í bílum með hefðbundnar drifrásir geta íhlutir rafbíla verið hluti af burðarvirki

image

Hönnun SEA rafhlöðunnar frá Geely í Kína.

Tækni fyrir burðarvirkisrafhlöður er á byrjunarstigi og framleiðendur hafa ekki komist að staðlaðri lausn.

Eitt hugtak, kallað „sellur í pakka“ eða CTP, sparar þyngd með því að útrýma skrefinu við að tengja saman einstaka rafhlöðusellur í einingar fyrir lokasamsetningu í stóran rafhlöðupakka.

„Við viljum enduruppgötva rafhlöðuna að fullu“, sagði Mujeeb Ijaz, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Novi í Michigan.

Hann bætti við að tvískipt pakkahönnun fyrirtækisins væri öruggari og sjálfbærari vegna þess að það notar ekkert nikkel eða kóbalt, lykilefni í mörgum núverandi rafhlöðum.

„Ef þær hafa heila, þá er það leiðin til þess," sagði ráðgjafinn Sandy Munro í Michigan. „Það sparar mikla peninga og tíma og þyngd."

Hönnunarvalkostir

Það eru margar leiðir til að hanna rafhlöðu sem er jafnframt burðarvirki. Rannsóknarátakið sem miðar að því að hanna rafhlöður sem geta styrkt yfirbyggingu og undirvagn bíls er að haldast í hendur við tilraunir til að betrumbæta efnafræði rafgeyma og draga úr kostnaði við það sem fer inni í sellunum.

Í Hummer rafbílnum sem áætlað er komi síðar á þessu ári eru Ultium rafhlöðupakkar settir í - og hjálpa til við að stífa af - undirvagn bílsins.

Þetta bætir þar með akstur og meðhöndlun en dregur úr titringi og hörku, að sögn Josh Tavel, yfirverkfræðings rafknúinna rafbíla GM.

image

E-GMP rafhlöður frá Hyundai.

Bakskautin í rafhlöðufrumum beggja fyrirtækja nota litíum járnfosfat (LFP), efnafræði þar sem grunnefni er meira, ódýrara, minni hætta á eldsvoða og minna skaðlegt fyrir umhverfið en efni eins og kóbalt og nikkel, sem eru meira notuð í rafhlöðuskautum í rafbílum.

Hönnun litíumjónarafhlöður til að auka uppbyggingu ökutækisins dregur úr þyngd og hjálpar til við að minnka bilið.

image

Rafhlöðupakkinn í Tesla S.

Ný tegund af rafhlöðum sem var kynnt var í september síðastliðnum af Elon Musk forstjóra Tesla – og búist var við að myndu knýja Model Y í upphafi - tengir hundruð af sívalningasellum með burðarlími og fellir þær á milli tveggja málmplata sem eru hannaðar til að festa við bílinn og hjálpa til við að stífa af yfirbyggingu og undirvagn bílsins.

image

Ný gerð af sívalningslaga rafhlöðusellum fyrir Tesla Y.

Til samanburðar notar ONE fjölda af málmhylkjum LFP rafhlöðufrumum sem kallast „prismatics“, tengd saman í pakka með málmhliðum, að ofan og neðan. Pakkanum er síðan komið fyrir í undirvagni bílsins þar sem hann hjálpar til við að stífa af burðarvirki bílsins.

Ekki allir telja að nálgunin „sellur í pakka“ eða CTP sé góð hugmynd.

image

Hönnun Canoo á rafhlöðum í burðarvirki bíls.

Tony Aquila, forstjóri sprotafyrirtækis á sviði rafbíla, Canoo Inc, sagði að rafhlöður í burðarvirki væru skynsamlegar, en aðeins ef sellurnar eru settar saman í einingar. „Það verður að vera í einingu til að hægt sé að gera við“, sagði hann.

(Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is