Nýr jeppi frá Sangyong

    • Ssangyong forsýnir nýjan jeppa sem er greinilega með samsvörun við hinn eina sanna Jeep
    • Hönnunin vísar einnig til arfleifðar Ssangyong

Ssangyong Motors, sem er í Suður-Kóreu, sendi frá sér skissur af væntanlegum jeppa sem kallast X200 og mun vera byggður á alveg nýrri hönnun. Þó að teikningarnar sýni „jeppalegt“ útlit við fyrstu sýn, þá er hönnunin innblásin af arfi fyrirtækisins.

image

Opinberlega er nýja hönnunarmálið kallað „Powered by Toughness“ (drifið áfram af hörku). Á X200 er það túlkað með hringlaga ljósum með LED áherslum og svörtu grilli með fimm demantslaga innskotum.

Stór loftinntök beggja vegna framstuðarans og slétt undirvagnsvörn bæta útlitið, en kassalegt yfirbragðið er með hönnun sem er nær jeppa en „krossara“.

Auðvitað er erfitt að dæma bíl með því að sjá skissupar og útgáfan sem endar í sýningarsölum gæti verið með miklu mýkri línum, segja þeir hjá Autoblog sem sýna okkur þessar teikningar.

Upphafið var smíði á Jeep CJ-5

Jeep notar rimla frekar en demantsmynstur en samt er framendinn á X200 með ákveðin líkindi með Jeep Wrangler. Það er að hluta til vegna þess að Ssangyong byrjaði að smíða Jeep CJ-5 með leyfi í heimalandi sínu í nóvember 1969 og sú gerð þróaðist í fyrstu kynslóð Korando snemma á níunda áratugnum í gegnum flókið samspil sameiginlegra fyrirtækja og gjaldþrota.

image

Það er óljóst hvar Ssangyong mun staðsetja X200 í sínu framboði. Þetta er nýtt nafn, svo bíllinn gæti komið til viðbótar við safnið frekar en í staðinn fyrir núverandi gerð. Það gæti gefið fyrirtækinu valkost við Jeep Renegade. Autoblog segir að hafi enga ástæðu til að ætla að þetta sé tiltölulega stór bíll eins og nýi Ford Bronco.

Kemur betur í ljós á næstu mánuðum

Ssangyong mun afhjúpa X200 að fullu á næstu mánuðum. Ekkert bendir til þess að þessi gerð verði seld í Ameríku.

Jeep hefur ekki tjáð sig um teikningarnar. Autoblog er að vitna til þess að Jeep tekur hugverkaréttinn alvarlega.

Jeep höfðaði mál gegn Ssangyong móðurfyrirtækinu Mahindra vegna grillhönnunar á Roxor á sínum tíma og vann, en aðeins líkindi nægðu ekki til að réttlæta málshöfðun.

(frétt á Autoblog – teikningar frá Ssangyong)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is