Dodge Charger Hellacious 1968

Spurning hvort þetta sé einn sá svalasti Dodge Charger sem sést hefur til þessa? SpeedKore sem sérhæfir sig í ofurútfærslum á gömlum bílum hefur reyndar smíðað þó nokkra bíla í þessum dúr.

image
image

Svalur bíómyndarbíll

Af hverju er þessi svona svalur? Tvær ástæður! Í fyrsta lagi er í honum Hellcat mótor, miðjusettur, staðsettur fyrir aftan framsætin. Í öðru lagi er þessi nákvæmlega eins og Chargerinn sem Dominic Toretto ekur í nýutkominni bíómynd F9, The Fast Saga.

SpeedKore kallar bílinn „Hellacious“ sem gæti útlagst sem „hinn hrikalegi“.

image
image

Kraftur sem skilar sér

Yfirleitt smíðar SpeedKore bíla sína að öllu leyti úr koltrefjum. Sean Smith hönnunarstúdíóið lagði upp með að þetta eintak yrði mun „öflugra“ í útliti og bíllinn allur mun breiðari en þeir bílar sem SpeedKore hefur áður smíðað.

image
image

Vélin óbreytt en restin hugmyndaflug

Reyndar er eiginlega allt stöffið utan um mótorinn eins langt frá því að vera verksmiðjuframleitt og hægt er að ímynda sér. SpeedKore notar sérsmíðað Magnaflow útblásturskerfi sem hannað var í kringum vélina.

image
image

Gerður til að þola læti

Bíllinn situr síðan ofan á alveg nýjum grunni sem hannaður er af SpeedKore. Fjöðrunarkerfið var sett saman úr nokkrum íhlutum frá framleiðendum sem sérhæfa sig í aukabúnaði fyrir kappakstursgeirann.

Undir bílnum eru síðan 275mm breiðir hjólbarðar að framan en hvorki meira né minna en 345mm að aftan sem ættu að gefa ansi gott grip.

image
image

Enginn lúxus

Það fer lítið fyrir pjátri í innréttingunni. Komið hefur verið fyrir einföldum körfustólum og það meira að segja án höfuðpúða og öryggisbeltið er bara tveggja punkta eins og í gamla daga. Mælasettin í mælaborðinu kallast á við aldur bílsins.

Einnig hefur verið settur öryggisveggur á milli vélar og ökumannsrýmis ásamt veltigrind. Og sennilega veitir ekki af.

image
image

SpeedKore hugar ekki á smíði fleiri svona bíla. Hins vegar gæti svo sem alveg verið að einhverjir væru tilbúnir að eyða háum upphæðum til kaupa sér á einn svona – maður veit aldrei.

image
image

Byggt á grein Autoblog

Myndir: SpeedKore

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is