Volvo hefur sölu á rafmagnsvörubílum

Volvo Trucks hefur tilkynnt að sala á Volvo FL og Volvo FE rafknúnum vörubílum sínum verði hafin á völdum mörkuðum innan Evrópu og til að mæta aukinni eftirspurn eftir sjálfbærum flutningalausnum í borgum.

image

Volvo FL og Volvo FE rafmagns trukkar bjóða upp á mikla möguleika fyrir borgir, þar sem þeir geta verið notaðir á hleðslusvæðum innanhúss og svæðum þar sem dísil vélar eru óheimilar.

Útblásturs lausir og hljóðlátari, bjóða rafmagnsknúnir vörubílar uppá mikla möguleika í þéttbýli. Í fyrsta lagi gerir lágur hávaði það mögulegt að framkvæma afhendingar og sorphirðu snemma á morgnana, seint á kvöldin eða jafnvel á nóttunni, sem hjálpar til við að bæta flutninga og draga úr þrengslum á álagstímum. Í öðru lagi, með betri loftgæðum og minni hávaða, skapa rafmagnsknúnir vörubílar ný tækifæri fyrir borgarskipulag og vegamannvirki. Til dæmis er hægt að nota rafmagns vörubíl á hleðslusvæðum innanhús.

image

„Alþjóðleg þéttbýlismyndun krefst flutninga í þéttbýli og flutninga á vörum með núlllosun og minni hávaða. Með Volvo FL Electric og Volvo FE Electric getum við bæði mætt sterkum kröfum umhverfisins sem og kröfum viðskiptavina okkar, “segir Jonas Odermalm, framkvæmdastjóri vörulínu rafvæddra tæknilausna.

Ein áskorunin er að hámarka burðarþol á sama tíma og hámarka drægni. „Lausnir Volvo Vörubíla munu byggjast á þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig og þarf að taka tillit til fjölda einstakra þátta, svo sem aksturslotna, burðargetu og leiðargreiningar, til að nota getu rafhlöðunar á sem hagkvæmastan hátt,“ heldur Jonas Odermalm áfram.

„Þó viðbrögð viðskiptavina hafi verið jákvæð,“ útskýrir Jonas Odermalm, „gerum við okkur grein fyrir því að hleðslulausnir eru enn í þróun í flestum borgum og við vinnum með bæði  opinberum- og einkaaðilum til að koma okkur saman um langtímastefnu um stækkun innviða fyrir hleðslu. En það er ljóst að hraða þarf uppbyggingu hleðslumannvirkja.“

Til að takast á við loftslagsbreytingar þarf framboð á mismunandi aflgjöfum fyrir vörubíla.

Byggt á fréttatilkynningu frá Volvo Trucks

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is