Jeep opnar opinberlega fyrstu nýju verksmiðjuna í Detroit í 30 ár

    • Hin nýja 1,6 milljarða Mack Avenue bílasmiðjan mun smíða Grand Cherokee L

Í hugum margra er Detroit í Bandaríkjunum hin eina sanna „bílaborg“ – en staðreyndin er að þar hefur engin ný bílaverksmiðja verið opnuð í 30 ár!

Fyrir Stellantis, sameinuðu bílasamsteypuna er það lyktin af peningum. Fyrir borgina Detroit þýðir það næstum 5.000 störf.

Stellantis opnaði dyrnar á nýju 1,6 milljarða dollara verksmiðjunni í Mack Avenue á fimmtudag og sýndi hluti af tæplega 280 þúsund fermetra verksmiðu sem var fullgerð og sett í framleiðslu að mestu á tíma heimsfaraldurs.

image

Grand Cherokee L jepparnir á færibandinu eru þeir fyrstu af nýrri kynslóð af mest seldu gerðarlínu Jeep, sem miða að því að auka sölu vörumerkisins til viðskiptavina sem vilja jeppa með þremur sætaröðum.

Um 2.100 íbúar Detroit City hafa verið ráðnir í verksmiðjuna, sagði fyrirtækið.

En fyrir bílaframleiðendur Detroit borgar eftirspurn eftir pallbílum og jeppum með bensínvélum enn reikningana.

Það verður boðið upp á rafmagnaða drifrás, en upplýsingar um það koma síðar, sagði hann.

Eitt merki um mikilvægi Grand Cherokee L er að Brieda, verksmiðjustjóri, sagðist ekki hafa átt í neinum vandræðum með að fá nægilegt magn hálfleiðara fyrir nýja bílinn, jafnvel þar sem Stellantis er með allt í hægagangi á samsetningarlínum fyrir önnur farartæki vegna alls skorts á flögum sem þarf fyrir kerfi nútíma bíla.

(Reuters - Autoblog)

Vídeo af nýja Grand Cherokee L

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is