Fyrsti rafbíll Ford á grunni frá VW er sportjeppi með amerískri hönnun

    • Jafnvel þó að bíllinn sé byggður á MEB-grunni VW mun Ford minna alla á ameríska arfleifð sína

Vefsíðan INSIDEEVs segir frá því að Ford mun smíða eigin rafknúið ökutæki á MEB-grunni frá Volkswagen, þeim grunni sem notaður er við smíði rafbíla frá VW, SEAT, Skoda og Audi.

image

Þessi nýi rafbíll mun lenda fyrir neðan Mustang Mach-E í línu rafbíla frá Ford og búist er við að það verði kynnt einhvern tíma á næsta ári; bíllinn mun líklegast fara í sölu árið 2023.

Það mun kosta bílaframleiðandann 1 milljarð dollara og það er stærsta einstaka fjárfesting í aðstöðunni í Köln til þessa.

image

Í stað þess að búa til svipaðan bíl og VW ID.3 hefur Ford kosið að gera nýja bílinn meira í anda ökutækis eins og VW ID.4.

Bíllinn mun þó ekki líta út eins og ID.4 þar sem Ford er í mun að aðgreina bílana.

Stuart Rowley er yfirmaður evrópska armsins hjá Ford og hann sagði það nýlega: „Ford er eina bandaríska vörumerkið í Evrópu núna og það er einstök staða sem við getum byggt á.

Gæti litið svipað út og Ford Evos í Kína

Vefsíðan INSIDEEVs segist ekki vita enn hvers konar hönnun þetta hefur í för með sér, en ef marka má Ford Evos, sem nýlega var kynnt á kínverska markaðinn (bíllinn sem er á myndunum með þessari grein) má gefa sér svolitla hugmynd um hvert hönnu Ford stefnir á þessum bíl.

image

Svo erum við að fara að sjá Ford með Bronco vísbendingum byggðan á grunni VW MEB-spyr Vefsíðan INSIDEEVs?

Gæti þetta þýtt endurvakningu á sérstæðum og sögufrægum nöfnum sem rafknúinna bíla?

Við höfum séð að Ford veigrar sér ekki við að setja fræg og þekkt nöfn eldri bíla á nýja rafbíla, svo það gæti mjög vel verið raunin.

image

Skrifari INSIDEEVs varpar fram þeirri hugmynd að um gæti verið að ræða endurvakningu á Cortina nafninu – hver veit?

(byggt á frétt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is