Tesla skráir vörumerki fyrir veitingaþjónustu

    • Hugsanlega verður hægt að fá sér borgara á næstu hraðhleðslustöð Tesla á meðan beðið er eftir hleðslu – sennilega bara í útlöndum til að byrja með!

Tesla hefur skráð nýtt vörumerki í flokki vörumerkja fyrir veitingaþjónustu þar sem búist er við að bílaframleiðandinn auki þægindi í kringum hleðslustöðvar sínar, þar með talið raunverulega veitingastaði.

image

Eins og gefur að skilja virðist Tesla ekki hafa mikið með veitingageirann að gera, en bílaframleiðandinn hefur í raun verið að tala um að fara í matvælageirann um hríð.

Margir litu á að þetta væri enn ein „Er hann að grínast?“ hugmynd - eins konar Elon Musk hugmynd, en hann var greinilega ekki að grínast.

Nokkrum mánuðum síðar sótti Tesla um byggingarleyfi fyrir „veitingastað og hraðhleðslustöð“ á stað í Santa Monica.

En þessar nýju áætlanir innihéldu ekki veitingastað, þó að þær innihéldu það sem myndi verða ein stærsta hraðhleðslustöð í heimi.

Við héldum að þátttaka Tesla veitingastaðar í verkefninu væri dauður á þeim tímapunkti, en Musk sagðist reyndar í apríl vera enn að vonast til að fá „matsölustað í anda áranna um 1950“á staðnum.

Nýtt vörumerki fyrir veitingageirann

Núna er Tesla er í raun að taka alvarlegt skref í að gera þetta að veruleika með því að sækja um nýtt vörumerki til að nota vörumerkið ‘Tesla’ í veitingarekstri:

image

Fyrirtækið sótti um þrjú ný vörumerki í veitingageiranum í síðustu viku. Eitt fyrir orðið ‘Tesla’ sjálft, eitt fyrir ‘T’ lógóið, og það síðasta fyrir eigin stíliseringu á orðinu ‘Tesla’

Þessi þróun þýðir væntanlega að Tesla ætlar að veitingastaðurinn verði merktur „Tesla“ veitingastaður.

(byggt á frétt á vef Electrek)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is