Nýir Volvo lögreglubílar frá Brimborg fyrir 200 milljónir

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

image

Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum enda bílarnir öruggir, sterkbyggðir og mjög rúmgóðir með framúrskarandi sætum sem fer vel með bílstjóra og farþega.

V90 Cross Country bílarnir fyrir Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur afhendingum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan glæsilegan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfermu umdæmi lögreglunnar á svæðinu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is