Top Gear America reynir að finna besta pallbílinn í Ameríku

Gestgjafar Top Gear America láta reyna á mest seldu pallbíla í Ameríku.

En við höfum ekki fjallað mikið um þessa bíla hér á Bílablogginu, reynsluekið einum og einum, en annars er ekki mikið um umfjallanir um þá.

En við rákumst á ágæta grein á vef Motortrend með samanburði þeirra manna á milli helstu pallbílanna í Bandaríkjunum og hún fylgir hér á eftir:

Hver er bestur?

Hvert land hefur sitt „innlenda“ farartæki: Roadsters eða opnir sportbílar eru í meginatriðum breskir, Ítalir eru með sína flottu sportbíla, Japanir fullkomnuðu minni fólksbílinn, en í Ameríku snýst allt um pallbílinn.

image

Þegar Dax Shepard, Rob Corddry og Jethro Bovingdon koma saman í reynsluakstur, getur þú verið viss um að þeir ætla ekki að setja pallbíla (í þessu tilfelli) í gegnum venjulegt ferli. Hvernig myndi maður fara að því að prófa pallbíl á venjulegan hátt? Þú getur borið saman tölfræði, afgreitt þá koll af kolli í áskorunum varðandi getu, deilt um verð og staðlaða eiginleika, en venjulegir lesendur þessara frásagna vita að okkur er sama um tölur og áþreifanleg hugtök hér. Við viljum frekar fjalla um tilfinningar um það að eiga og keyra ökutæki og það er eitthvað við pallbíla sem við getum ekki annað en orðið hrifin af.

Af hverju eru pallbílar mest seldu ökutækin í Ameríku?

Ford F-Series pallbílarnir hafa verið mest seldu ökutækin í Ameríku síðustu 40 árin og þar sem næstum 1.000.000 bílar voru seldir hjá söluumboðum um allan heim árið 2020 lítur það ekki út eins og F-150 (leiðtogi hópsins) muni láta þá kórónu af hendi á næstunni.

image

Ford.

Árið 2000 var helmingur af 10 söluhæstu bílunum sem seldir voru í Ameríku fólksbílar. Auðvitað voru Ford F-Series og Chevy Silverado í efstur tveimur sætunum, númer þrjú var Ford Explorer, en Toyota Camry, Honda Accord og Ford Taurus seldust betur en hinir pallbílarnir sem náðu inn á listann yfir 10 söluhæstu, - RAM ( Dodge Ram, á þeim tíma) og Ford Ranger.

Ef við „hraðspólum“ um 20 ár og pallbílar og jeppar hafa snúið taflinu algjörlega við.

Það eru ennþá F-150 og Silverado, sem halda sér sterkum efst á toppnum. RAM pallbílarnir sigu fram á listanum með getu og eiginleika og eru að ná í hælana á hinum tveimur, en við sjáum ekki fólksbíl á listanum fyrr en í sæti númer sex - Toyota Camry, alltaf vinsæll keppinautur, en er að missa markaðshlutdeild á hverju ári - og aðeins tveir aðrir fólksbílar komast á listann í síðustu tveimur sætunum. Af hverju?

image

Chevy Silverado.

Pallbílar geta gert allt!

Á fyrri tímum hér áður fyrr, þegar ökumenn þurftu í grundvallaratriðum aðeins að vera með þrjár tegundir af bílum - pallbíll, fólksbíl og sendibíl – þurftu ökumenn að fórna ýmsum þægindum til að eiga pallbíl.

Hávær, hastur, og ekki með mikla sparneytni - pallbílar voru smíðaðir til að vinna verkið og þannig var það!

Svo létu neytendur í sér heyra. Fólk vildi fá fleiri eiginleika, alþjóðlegir viðskiptasamningar rugluðu innflutninginn og framleiðendur ökutækja gerðu sér grein fyrir að þeir gætu bætt þessum atriðum eins og þægindum og lífsstílsþáttum sem ökumenn elska í fólksbílum í þessa magnsölubíla sem pallbílarnir voru, til að selja fleiri pallbíla með betri hagnaði en fólksbílana sem við notuðum til komast á milli staða.

image

RAM 1500.

Hljóðlátir og með þægilegar innréttingar eru pallbílarnir næstum ofhlaðnir með stöðluðum eiginleikum, mýkt í akstri, meiri getu en nokkru sinni fyrr og þeir eru jafnvel sparneytnir!

Ford F-150, 2021 er sagður vera með 9,05 lítra eyðslu á 100 km á þjóðvegi!

Fyrir tæpum 10 árum var pallbíll í fullri stærð sem gæti náð meira en 13 lítrum á 100 km nýmæli og nú má sjá meira að segja V-8 vélar sem eyða aðeins 11,7 lítrum á 100 km. Það er bara engin málamiðlun við að eiga pallbíl lengur.

Samanburður Ford F-150 / Chevy Silverado / RAM 1500

Það eru svo margir möguleikar í boði á nútímalegum pallbílum að það er næstum ómögulegt að fara í slag á milli þriggja bíla. Jethro mætir í Ford F-150 2020 með 2.7L Ecoboost tvöfalda túrbó V-6 og er minnst öflugi pallbílinn af þessum þremur.

Rob hefur 5.7L Hemi sem gerir 395 hestöfl og togið er 556 NM - það er bara enginn að bera þetta tvennt saman.

Dax er enn verri: Chevy Silverado 1500 pallbíllinn hans er með Trail Boss pakkann útbúinn og gefur Chevy forskot á Ford og RAM pallbílana sem eru með „götuvænni“ búnaði ef gestgjafar Top Gear America myndu gera einhvers konar samanburð í torfæruakstri.

Mest seldu ökutækin í Ameríku (2020)

Ford F-Series

Mest seldu ökutækin í Ameríku (2000)

Ford F-Series

(byggt á grein á vef MOTORTREND - Jordon Scott MotorTrend)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is