Það styttist í að fyrstu Rimac C-Two verði afhentir

Þessi rafknúni ofursportbíll er hannaður til að slá ýmis met fyrir verksmiðjuframleidda bíla. Nafninu verður þó breytt og kemur í ljós líklega á næstu dögum hvað það verður. Á Facebook má sjá þessa fréttatilkynningu. „After thousands of virtual simulation hours, years of design and engineering, and many rough and ready prototypes – the C_Two will soon take its final form and name.“

image

Sem sagt endanleg útfærsla verður fljótlega tilbúin. Rimac Automobili smíðar bíla til að sýna hvað fyrirtækið getur gert. Tilgangurinn er að selja tæknina til annara fyrirtækja.

image

Látum myndböndin tala en í næstu tveim er Nico Rosberg að prófa bílinn og svo að velja innréttingu o.fl. í bílinn sem hann ætlar að kaupa.

Áður en C_Two komst á teikniborðið var Concept One smíðaður en fyrsti rafbíllinn sem Rimac gerði var BMW sem var breytt úr bensín- í rafbíl í framhaldi af því fór Rimac að breyta bílum með brunahreyflum í rafbíla. BMW-inn setti ýmis met og hann sést í eftirfarandi myndbandi.                                                                    

Svona var staðan í lok apríl. Mate Rimac spyrnir bílnum á yfirgefinni flugbraut og segir frá stöðunni. Hann útskýrir ýmislegt í bílnum í leiðinni.

Næst eru árekstraprófanir en þau sem þola ekki að sjá flotta bíla fara í klessu er ráðlagt frá því að horfa á þetta myndband.

Nokkrir hraðskreiðir rafbílar.

Viðtal Newsweek við Mate Rimac. Mate lítur á fyrirtækið sitt sem tæknifyrirtæki en ekki bílaframleiðanda og það ásamt framtíðarsýn hans kemur fram í myndbandinu.

En þeim sem langar að fræðast meira um fyrirtækið og bílinn gætu haft áhuga á að heimsækja Youtube rás , heimasíðuna eða Facebook síðuna.

image

Ég er á því að Mate Rimac eigi eftir að hafa mikil áhrif á framtíðina a.m.k. á bílaheiminn til hins betra. Þarna er bókstaflega verið að smíða bílasöguna.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is