Nýr Honda HR-V 2021 kynntur með e: HEV tvinndrifrás

    • Nýr Honda HR-V crossover: Nýtt útlit, betri umbúðir og ný 129 hestafla, 1,5 lítra tveggja mótora tvinndrifrás

Við, ásamt fleiri bílavefsíðum, vorum að velta því fyrir okkur hvort rafdrifni hugmyndabíllinn sem Honda frumsýndi í Shanghai á dögunum væri það sem vænta mætti í nýjum Honda HR-V, en núna hefur Honda tekið nýjan HR-V „úr umbúðunum“ ef svo má segja.

image

Þriðja kynslóð Honda HR-V fær nýtt áberandi útlit, aukatækni, rúmbetri innréttingu og endurunna útgáfu af snjallri tveggja mótora e:HEV tvinndrifrás, sem er aðlöguð úr nýjasta Honda Jazz.

image

Þrátt fyrir áherslu drifrásarinnar á rafknúinn akstur hefur Honda ekki í raun staðfest hámarks rafmagnsdrægni fyrir HR-V. En Kojiro Okabe, einn yfirverkfræðinga nýja HR-V verkefnisins, greindi frá því að drægnin á rafmagninu væri ekki forgangsatriði.

„Við höfum ekki lagt mikla áherslu á hversu langt má aka á rafmagni eingöngu. Þetta snýst meira um heildarjafnvægið og hvernig hægt er að framleiða raforkuna með skilvirkni.“

Okabe sagði enn fremur að í borgarakstri væri oftast hægt að keyra á hreinu rafmagni. Meginatriðið væri tækniþróunin að baki því að hámarka hreina drægni á rafmagninu.

image

Nýr 2021 Honda HR-V: hönnun og innrétting

Honda HR-V hefur alltaf boðið meira coupé-útlit en keppinautarnir; eitthvað sem þessi þriðja kynslóð hefur þróað enn frekar. Innblásturinn er að hluta fenginn frá hönnun Honda e: Concept frumgerðinni sem kynnt var í fyrra.

image

Honda segir að útlitsbreytingarnar séu þó ekki bara vegna hönnunarinnar. Það er loftspjald meðfram neðri brún stuðarans sem og smá brún við aftari brún hliðarsílsanna, sem bæta loftflæðið við bílinn. Nýja vindskeiðin hjálpar einnig til við að hreinsa óstöðuga loftið í kjölfar HR-V, dregur úr dragi og bætir sparneytni.

Að innan hefur Honda tekið upp mínímalískt hönnunarmál. Mælaborðið er einfalt og samanstendur aðeins af sjö tommu mælaklasa, níu tommu upplýsingakerfi og nokkrum einföldum snúningsrofum fyrir loftslagsstýringu fyrir ofan miðjustokkinn.

Honda hefur komið fyrir nýju loftdreifikerfi í stað hefðbundinna loftstúta sem eru festir í miðju innanrýmisins. Það notar tvo L-laga stúta við A-bitana, sem beina lofti niður rúðurnar á bílnum til að stilla innra hitastigið.

image
image

Nýr Honda HR-V 2021: öryggistækni

„Sensing“ öryggisbúnaður Honda sést hér í fyrsta sinn í þriðju kynslóð HR-V og bætir enn akstursaðstoð við ökumenn. Stærsta uppfærslan er ný myndavél að framan og myndvinnslukubbur, sem bætir búnaðinn sem greinir hættu á árekstri við gangandi vegfarendur. Stýrikerfið nær einnig til sjálfvirka hemlakerfisins sem tekur við sér þegar viðvörun berst um mögulega hættu. Með því að draga sjálfkrafa úr hraða er höggið lágmarkað.

image

Nýja myndavélin getur, þegar ekið er í náttmyrkri, betur greint gangandi vegfarendur, en endurbættur hugbúnaður ber kennsl á farartæki í námunda við bílinn; þar á meðal hjólreiðamenn og mótorhjól, og beitt sjálfvirkri hemlun.

image

Skriðstillikerfi bílsins státar af nýjum hugbúnaði sem Honda segir að vinni betur, til dæmis við framúrakstur. Ökutækið getur nú reiknað besta horn stýringar og þá hröðun sem þarf til framúrakstursins.

Nýi HR-V verður einnig boðinn með Hill Descent Control í fyrsta skipti í Evrópu, sem getur unnið allt niður í 3 km hraða. Honda segir að kerfið geti aðstoðað ökumenn við ýmsar aðstæður, allt frá „akstri á hálum bílastæðum til brattra vega í vetrarfærð“.

image

Hinn nýi Honda HR-V kemur í sölu síðar á þessu ári.

(frétt á Auto Express – myndir Honda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is