Tesla Model 3 snýr aftur í efsta sæti sölu rafbíla í Evrópu í febrúar 2021

image

Engu að síður er tengitvinnbíllinn Volvo XC40 efstur eftir fyrstu tvo mánuðina árið 2021.

Í febrúar 2021 dróst bílamarkaðurinn í Evrópu saman um 20% milli ára en þrátt fyrir það jókst sala tengitvinnbíla.

Athyglisverður hlutur er að tengitvinnbílarnir eða „plug in hybrids“ eru nú meirihluti aukningarinnar og vex líka hratt.

Sala eftir tegundum:

    • Rafbílar sem aðeins nota rafhlöður (BEV): yfir 50.200 (aukning um 27% á milli ára) og 5,9% af markaðnum
    • Tengitvinnbílar (PHEV): yfir 65.500 (auknin um 117% á milli ára) og um 8,1% af markaðnum

Sala rafbíla í Evrópu - febrúar 2021

image

Eftir fyrstu tvo mánuði ársins 2021 voru um 228.600 rafbílar fyrir farþega skráðir í Evrópu. Það er 14% af heildarmarkaðnum (5,7% eru bílar sem aðeins nota rafhlöður (BEV)).

Vinsælustu gerðirnar

Tesla Model 3 var mest selda gerð rafbíla í síðasta mánuði (5.506 skráningar), í fyrsta skipti síðan í september 2020. Eftir rólegan janúar er Model 3 nú með þriðja besta árið til þessa (7.013 ár til dags), sem þýðir að eftirspurn eftir mest selda bíl Tesla er enn mjög mikil.

Næstbesti í mánuðinum var Volkswagen ID.3 - 3.808 (6.780 í 4 sæti ár til dags), sem einnig er að taka við sér.

Þriðji besti er Renault ZOE (3.620), sem um þessar mundir er annar í heildina (7.124 ár til dags), rétt á eftir Volvo XC40 PHEV (2.740 og 7.147 ár til dags). Efsta staða XC40 tengibifreiðarinnar kemur í raun á óvart og ágiskun insideevs, frávik. Þeir gera má ráð fyrir að rafbílar sem aðeins noti rafhlöður (BEV) fari aftur á toppinn í mars.

image

Yfir heildina eftir þessa tvo fyrstu mánuði ársins er Volvo XC40 enn í efsta sæti í sölu rafbíla í Evrópu.

Keppnin um 2021 er rétt að byrja - við þurfum nokkra mánuði til að fá skýrari mynd af því sem selst vel, þar sem sumar gerðir voru fyrir áhrifum af síðari 2020 bylgju, sjálfskráningar og sumar (eins og Tesla) eru einnig afhentar í magni venjulega í þriðja mánuðinn í ársfjórðungnum.

20 helstu gerðir mánaðarins og ár til dags:

image

(frétt á vef insideevs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is