Rafmagn eða ekki rafmagn?

    • Næsta kynslóð Porsche Cayman gæti orðið full rafknúin
    • Porsche mun ákveða hvort Cayman og Boxster verði rafbílar í sumar

Porsche færist nær þeirri ákvörðun hvort skipta um 718 Boxster og 718 Cayman í hreint rafmagn - en yfirmaður fyrirtækisins segir að það þurfi enn „nokkra mánuði í viðbót“ áður en hann ákveður hvort þetta sé framkvæmanlegt.

image

Porsche 718 Cayman T.

Nú hefur Blume viðurkennt að ákvörðunin hafi enn ekki verið tekin en lýsti því yfir að hún verði tekin fyrir sumarið. Hann hefur einnig gefið sterklega í skyn að skipta yfir í rafmagn líti betur út en ekki. Eftir ársuppgjörsráðstefnu Porsche sagði Blume: „Það er tækifæri að við munum gera 718 rafmagnaðann en við erum enn þá á hugmyndatímabili þar sem við höfum ekki ákveðið þetta enn þá. Til að fara í rafmagn núna þurfum við rafhlöðuþróun í framtíðinni.

"Við munum bíða í nokkra mánuði í viðbót áður en við ákveðum hvaða hugmynd við munum nota. En ég held að það séu jákvæðir möguleikar til að gera þetta og þegar við gerum 718 rafmagnaðann ætti að vera hægt að keyra hann eins og 911 og alla aðra sportbíla. “

„Boxster og Cayman fá nýja kynslóð“

Blume sagði að þrátt fyrir að einhverjir aðrir framleiðendur færu út af litla úrvals sportbílamarkaðinum væru Boxster og Cayman viss um að fá nýja kynslóð, óháð því hvort hún er knúin áfram með brunavél eða rafmótorum. „Við munum halda áfram með módelsvið 718“, sagði hann. „Það er ljóst. Hvort það er brunavél eða rafmagn er ekki ákveðið enn þá".

Forstjóri Porshe viðurkenndi þó einnig að bensínvélar eigi enn sæti í framboði fyrirtækisins til skemmri og meðallangs tíma:

"Ég held að við þurfum báðar gerður næstu árin. Þess vegna höfum við sveigjanleika í vöruúrvali okkar til að halda áfram með 911 með brunavélum, til halda áfram með aðra bíla á brunavélum, til að framleiða blendinga með hærra rafmagnssvið – aðeins á rafhlöðum, til að kynna blendinga (hybrid) á 911; það eru enn þá margir möguleikar fyrir brennsluvélar.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is