Eldsneyti framleitt af Porsche er sagt vera eins hreint og rafmagn en rannsóknir hefjast 2022:

Er þetta vonarneistinn sem brunahreyflar hafa beðið eftir?

Hvort sem okkur líkar það betur eða verri, þá er rafbílavæðingin hafin. Í víðara samhengi hafa lönd þegar ráðist í ákveðnar ráðstafanir til að auka eftirspurn eftir rafbílum - í þeirri von að minnka losun skaðlegra lofttegunda og bjarga plánetunni okkar.

image

En það er ekki enn komið að leiðarlokum fyrir brunahreyfla.

image

Í viðtali við Evo Magazine þegar nýja Porsche 911 GT3 var hleypt af stokkunum, deildi Dr. Frank Walliser, varaforseti Porsche Motorsport og GT bíla upplýsingum um þróun á tilbúnu eldsneyti Porsche sem kallað er eFuel.

image

Hversu mikið minni mengun, spyrðu? Dr. Walliser sagði að þegar Porsche  hefur fulla framleiðslu á eFuel, búast þeir við lækkun koltvísýrings um 85 prósent.

image

"Frá "lind til hjóls" sjónarhorni - og þú verður að hafa í huga frá lind til hjóla áhrif allra ökutækja - þetta verður jöfn koltvísýringsmyndun og myndast í framleiðslu og notkun rafknúinna ökutækja," sagði Dr. Walliser að lokum.

Porsche tilkynnti fyrst um fjárfestingu sína í tilbúnu eldsneyti á síðasta ári, með það að markmiði að bjarga gömlum Porsche bílum sem eru enn á götunni.

Hins vegar snýst þetta ekki allt um að bjarga klassískum bílum. Dr. Walliser útskýrði að öll núverandi lína Porsche með innri brunahreyflum, þar á meðal 992-kynslóð 911 GT3, gæti notað e Fuel án nokkurra breytinga. Þýska vörumerkið stefnir á að hefja rannsóknir árið 2022.

Heimild: Evo Magazine

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is