Næsta kynslóð Skoda Fabia mun birtast með vorinu

    • Nýtt útlit, ný grunnur og aðeins stærra farangursrými

Skoda er að búa sig undir markaðssetningu fjórðu kynslóðar Fabia. Þessi mynd af bílnum að mestu falinn á bak við reyk er sú fyrsta opinbera sem sýnir útlitið - en bíllinn verður kynntur í vor, þar sem hann mun bjóða upp á nýja samkeppni við Opel Corsa og Toyota Yaris.

image

Stærra farangursrými

Skoda segir að farangursrýmið í næstu kynslóð Fabia verði 50 lítrum stærri en gamla bílsins og sé 380 lítrar. Líkt og Scala, sem er aðeins stærri en VW Golf, verður Fabia aðeins stærri en Polo, með þessu er Skoda að miða að því að fanga kaupendur sem vilja fá bíl af þessari stærð.

Meiri tækni

Nýr grunnur mun einnig hafa í för með sér miklar framfarir í tækni, þar sem Skoda tekur upp nýjasta MIB 3.0 upplýsingakerfi Volkswagen.

Sumar útgáfur af Fabia láta sér nægja 6,5 tommu skjá, en líklega mun einnig verða boðið upp á val á annað hvort átta tommu eða 9,2 tommu snertiskjá í betur búnum gerðum samkvæmt því sem lesa má á bílavefsíðum.

Meira öryggi

Skoda hefur mikinn áhuga á að leggja áherslu á öryggisávinninginn við nýja grunninn og segist bæta bæði virk og óvirk öryggiskerfi. Þessum nýja grunni gengur betur í árekstrarprófunum en gamla PQ26 grunni Fabia, en sjálfstæð neyðarhemlun, aksturshjálp og neyðarsímtöl mun verða staðalbúnaður.

Það þýðir að 1,2 lítra TSI-vél gamla bílsins hættir og í staðinn koma 1,0 lítra þriggja strokka vélar, annaðhvort 94 hestöfl eða 108 hestöfl.

Einnig er hugsanlegt að útgáfa af þessari vél með 79 hestöflum (án túrbó) gæti einnig verið í boði.

Hugsanlega einnig blendingsútgáfa

Væg blendingstækni gæti einnig hugsanlega komið fram á nýja Fabia innan tíðar. Verkfræðingar í mismunandi deildaum innan Volkswagen Group hafa unnið að ódýrari 12V mildum tvinnkerfum sem hægt er að bjóða samhliða 48V stillingum.

Tengitvinn er ekki á áætlun

Engar áætlanir virðast í bili um gerð með tengitvinnbúnaði, þar sem það er ekki talið svara kostnaði að búa bíl í þessum stærðarflokki þannig.

Þó að fráfarandi Fabia sé einnig fáanlegur í stationgerð, þá er ólíklegt að nýi A0-bíllinn verði boðinn sem slíkur.

Svipað útlit?

Þessi hálfgerða „felumynd“ frá Skoda bendir til að næsta kynslóð Fabia muni líta mjög út eins og fráfarandi gerð, en það kemur betur í ljós þegar nær dregur frumsýningu. Afturendinn er svipaður og á gamla bílnum en aðalljósin eru svipuð. Þaklína Fabia er einnig tiltölulega há að aftan, þar sem bíllinn þarf enn að vera með gott pláss fyrir tvo fullorðna að aftan í tiltölulega þægindum.

Að innan ætti nýi Fabia að vera einn af rúmbetri bílum í sínum flokki og með því að fara á MQB A0 grunninn munu kaupendur njóta góðs af bættri hljóðeinangrun og  þar með þennan nýja Fabia að enn fágaðri bíl.

(ýmsar bílavefsíður – mynd Skoda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is