Jeep verður áttræður með sérstökum útgáfum af Renegade og Wrangler

    • Nýjustu gerðir Jeep-útgáfunnar eru með einstökum áherslum í útliti og nóg af stöðluðum búnaði

Það er sjálfsagt að halda upp á áttræðisafmæli, og það á einnig við um Jeep sem er að halda upp á það að 80 ár eru á þessu ári frá því að fyrstu herjepparnir sáu dagsins ljós í fjöldaframleiðslu fyrri hluta ársins 1941.

Jeep nú kynnt sérstakar útgáfur af Renegade og Wrangler jeppunum í tilefni af 80 ára afmælisins.

Jepparnir eru með merki til að minna á „80 ára afmælið“ og einstakar 18 tommu álfelgur. Jeep hefur einnig lagt áherslu á afmælisútgáfu beggja bílanna með „granítkristalmálningu“ - og innanrýmið er með par af nýjum svörtum leðursætum sem bera merkið „80th Anniversary“.

Að innan fá kaupendur gljáandi svarta mælaborðskreytingu, gólfmottur í sérstakri útgáfu og 8,4 tommu upplýsingakerfi sem hefur verið endurskipulagt með einstökum „Síðan 1941“ grafíkpakka.

image
image
image
image
image

Val á tveimur túrbóvélum í Renegade

Kaupendur hafa val um tvær túrbóvélar - annaðhvort 1,0 lítra þriggja strokka vél með 118 hestöflum og 190 Nm togi, eða 1,3 lítra fjögurra strokka vél með 148 hestöflum og 270 Nm tog. Báðar vélarnar eru tengdar við sex gíra tvískipta sjálfskiptan gírkassa sem staðalbúnað og báðar senda drif á framhjólin.

80 ára afmælisútgáfa Jeep Wrangler er einnig með LED-aðalljósum, þó þeir séu með sjálfvirkri aðgerð fyrir háu ljósin. Annað í útliti eru meðal annars samlitur harður toppur og minningarskjöldur um afmælið á afturhleranum.

Eins og Renegade fær innnarými Wrangler 8,4 tommu upplýsingaskjá - en hann fær líka fjölda aukabúnaðar. Það er sjö tommu stafræn mælaþyrping, níu hátalara Alpine hljómtæki með 552W subwoofer, þykkteppi og leður á mælaborðinu.

Það er einnig fjöldinn allur af stöðluðum öryggisbúnaði, þar á meðal blindblettavöktunarkerfi, árekstrarviðvörun, háþróuð hemlahjálp og aðlögunarhraðastýring. Bílastæðaskynjarar að aftan ásamt bílastæðamyndavél að aftan.

image
image
image
image

Aðeins ein túrbóvél í boði í afmælisútgáfu Wrangler

Jeep býður aðeins upp á eina vél í 80 ára afmælisútgáfu Wrangler - turbó 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél með 268 hestöfl og 400 Nm togi. Vélin er tengd við átta gíra sjálfskiptann gírkassa og eins og hver önnur gerð í Wrangler-línunni er bíllinn að sjálfsögðu með fjórhjóladrifskerfi með tveggja gíra millikassa – annað væri ekki hægt ef menn ætla að halda upp á 80 ára afmæli Jeep af alvöru.

image

Nokkrar svipmyndir úr 80 ára sögu

Í tilefni af 80 ára afmælinu birti Jeep eftirfarandi svipmyndir úr áttatíu ára sögu þessa merka bíls á heimasíðu sinni.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is