Toyota efast um að rafbílar séu eini rétti kosturinn

Stjórnarformaður Toyota nefnir „þögulan meirihluta“ sem rök gegn framtíð með eingöngu rafbíla

Umskiptin yfir í rafbílaöld virðast vera komin á beina braut sé horft á velgengni Tesla, en hinn rótgróni bílaframleiðandi Toyota er enn ekki fullkomlega sannfærður um að rafbílar séu eina leiðin fram á við.

Í nýlegum ummælum sagði Akio Toyoda, stjórnarformaður Toyota, að hann væri hluti af „þöglum meirihluta“ bílaiðnaðarins sem efast um einhliða framgang á rafknúnum ökutækjum.

Fjölmargir bílaframleiðendur fjárfesta um þessar mundir mikið í rafknúnum bílum, sem hefur verið stutt af mikilli eftirspurn eftir þeim takmarkaða fjölda rafbíla sem nú eru fáanlegir á markaðnum.

Í heimsókn til Tælands, virtist stjórnarformaður Toyota harma áherslu iðnaðarins á framtíð sem byggist eingöngu á rafbílum.

Toyoda benti á að fólk í bílaiðnaðinum væri í raun „þögull meirihluti“ og þeir velta því fyrir sér hvort rafbílar séu í raun eina leiðin fram á við.

Þessi þögli meirihluti veltir því fyrir sér hvort það sé í raun í lagi að hafa rafbíla sem einn valkost.

En þeir halda að þetta sé þróunin, svo þeir geta ekki talað hátt,“ sagði Toyoda.

image

Toyota bZ4X

Seint á árinu 2021 benti fyrirtækið á að það ætlaði að eyða allt að 35 milljörðum dollara í rafbíla-línuna sína. Viðleitnin lenti hinsvegar á einhvers konar hraðahindrun, ef svo má að orði komast, þar sem alrafmagnaður crossover Toyota, bZ4X, lenti í vandræðum í kjölfar innköllunar á hjólabunaði ökutækisins, þar sem felgur gætu dottið af meðan á notkun bílsins stendur.

(vefur Auto Spies)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is