Nýr Honda HR-V tvinnbíll verður kynntur 18. febrúar

    • Nýr HR-V e:HEV mun hætta með bara bensín- og dísilvélar og kemur eingöngu í boði með rafmagnaða tengingu

Nýja, þriðja kynslóð Honda HR-V verður afhjúpuð eftir mánuð, eða þann 18. febrúar sem rafdrifinn crossover til að keppa við bíla á borð við Ford Puma og Nissan Juke.

image

Nýi bíllinn kallast núna opinberlega HR-V e: HEV og sportjeppinn verður eingöngu seldur með tengitvinn drifrás frá frumsýningunni í takt við þá stefnu Honda að rafvæða allt framboð sitt í Evrópu á árinu 2022.

Tæknilegar upplýsingar eru enn óstaðfestar en HR-V mun líklega nota afbrigði af aflrás stærri CR-V Hybrid bílsins - sem sameinar 2,0 lítra Atkinson-bensínvél og par af rafmótorum og nýrri gírkassa - eða uppsetninguna í minni Jazz  sem er svipuð með 1,5 lítra vél.

image

Myndin sem Honda hefur látið frá sér gefur lítið til kynna hvað varðar hönnun nýja bílsins en sýnir betur smáatriði sem áður hafa sést á njósnamyndum, svo sem þaklínu, vindskeið að aftan og mjóa afturljósalínu. Sumar bílavefsíður halda því fram að afturendinn verði með svipað yfirbragð og rafbíllinn Honda e.

Honda á enn eftir að koma fram með aupplýsingar um annað varðandi þennan nýja bíl, en það hefur komið fram á vefsíðum að innan getum við búist við að HR-V fylgi fordæmi væntanlegs Civic, sem mun vera með lágmaksmælaborð með 9,0 tommu snertiskjá með upplýsingakerfi og fullt af nýjum aðstoðarbúnaði fyrir ökumanninn..

Opinberar upplýsingar um nýjan HR-V koma örfáum dögum eftir að Honda staðfesti að önnur kynslóð HR-V hefði verið tekin úr framleiðslu áður en hertar reglur um losun RDE2 voru settar 1. janúar.

HR-V hefur verið í sölu síðan 2013, og hefur verið fáanlegur með vali á annað hvort 1,5 lítra bensínvél eða 1,6 lítra dísil, sem báðar hverfa úr framboði Honda frá og með næsta ári.

(byggt á fréttum á bílavefsíðum – myndir Honda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is