Citroën mun koma með stóran fólksbíl á árinu 2021

    • Franska vörumerkið mun snúa aftur á markað stærri fólksbíla á næsta ári með systurbíl Peugeot 508.

image

Nýr stór fólksbíll frá Citroen eins og Autocar ímyndar sér að hann muni líta út.

image

Nýi fólksbíllinn kemur í staðinn fyrir löngu farinn C6.

image

Nýí fólksbíllinn mun sitja á sama grunni og þessi, DS 9.

Citroën er að undirbúa fyrsta nýja stóra fólksbílinn sinn til sölu á alþjóðlegum markaði í átta ár þar sem vörumerkið leitast við að koma með arftaka C6 sem flaggskip.

Kemur í lok árs 2021

Komandi gerð, sem kemur væntanlega á markað í lok ársins 2021, var fyrst kynnt í Cxperience hugmyndabílnum 2016, sem hafði svipaðar stærðir og gamli C6 og notaði bensín-rafmagns tengitvinndrifrás.

Framúrstefnulegur hugmyndabíllinn forsýndi einnig Advanced Comfort tækni Citroën sem síðan hefur verið hleypt af stokkunum í bæði C4 Cactus og C5 Aircross.

Í ljósi áherslu Citroën á þægindi auk vinsælda fólksbíla sem ekið er af einkabílstjórum í Kína mun nýi bíllinn, þar sem Citroën hyggst „leggja áherslu á tilfinning, þægindi og ró“, væntanlega sýna allt þetta.

Samkvæmt fréttum er það athyglisvert að bíllinn muni vera með framsækna vökvapúðafjöðrun sem lofað er að gefa „áhrif eins og töfrateppi“, nokkuð sem framleiðandinn notað hér á árum áður.

Nýi fólksbíllin mun sitja á sama EMP2 grunni og systkini hans, Peugeot 508 og nýi DS 9. Eins og þessar gerðir, verður hann boðinn með venjulegum brennsluvélum og tenitvinndrifrás sem getur skilað meira en 63 kílómetra aksturssviði á rafmagninu eingöngu.

Gæti líka komið sem rafbíll

Þótt EMP2-grunnurnn sé ekki hannaður fyrir rafbíla eins og er, er talið að hægt sé að aðlaga hann. Framkvæmdastjóri Citroën, Vincent Cobée, staðfesti að fólksbíllinn muni ekki fara af stað í rafútgáfu, en búist er við að þetta muni liggja fyrir með tímanum miðað við kröfur um núlllosun í Kína.

Hönnun fólksbílsins er breytileg á mismunandi svæðum til að henta staðbundnum smekk, útskýrði Cobée.

Aðrar áherslur í Kína

„Við verðum að finna rétta jafnvægið milli jafnvægis á heimsvísu og aðlögunar á hverjum stað. Þegar þú talar Kína talarðu um meiri rafeindabúnað, meira króm auk „andlits“ bílsins. Í Kína verður framendinn að skila réttra stöðu, nærveru, fullvissu um að þú hafir tekið rétt val. Það er hugtak sem er mjög erfitt fyrir útlendinga að átta sig á.

„Það er mjög sérstök eftirspurn á kínverska markaðnum, sem gæti virst aðeins of glæsileg á mörkuðum í Evrópu. Það er þar sem þú þarft að hafa í huga stuðara, framljós, króm eða ljós.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is