Fiat Chrysler mun smíða rafbíla Jeep og Alfa Romeo í Póllandi

Fiat Chrysler Automobiles munu nútímavæða pólsku verksmiðjuna sína til að smíða tvinn- og rafknúna bíla Jeep, Fiat og Alfa Romeo.

Meðal gerðanna verða bílar sem eingöngu nota rafmagn, sagði FCA.

image

Alfa Romeo Tonale, sem sýndur er hér sem hugmyndabíll, gæti verið smíðaður í verksmiðju FCA í Tychy í Póllandi.

Fjárfestingarnar eru „efndir loforðs um að styrkja starfsemi FCA í Póllandi, sem sett voru fram fyrir tveimur árum við kynningu viðskiptaáætlunar okkar,“ sagði yfirmaður bílaframleiðandans í Evrópu, Pietro Gorlier, í yfirlýsingunni.

Tychy verksmiðjan smíðar sem stendur smábíla Fiat 500 og Lancia Ypsilon.

Janusz Michalek, forseti Katowice Special Economic Zone, sagði í yfirlýsingunni að bílarnir yrðu alveg nýjar gerðir sem ekki eru framleiddar af FCA enn sem komið er.

Í pólskum fréttatilkynningum var sagt að Alfa Romeo Tonale bíllinn, sem sýndur var sem hugmynd á bílasýningunni í Genf árið 2019, gæti verið ein af nýjum gerðum sem framleiddar verða í Tychy.

FCA e að vinna að 38 milljarða dollara sameiningu við PSA til að búa til Stellantis, sem yrði fjórði stærsti bílaframleiðandi í heiminum.

Tychy verksmiðjan í suðurhluta iðnaðarhéraðs Póllands, Silesiu, og er ein stærsta verksmiðja FCA og starfa nú um 2.500 manns.

(byggt á fréttum frá Bloomberg og Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is