Bílarnir sem tengjast James Bond

    • 2020 átti að vera stórt ár fyrir aðdáendur James Bond

Í mörg, mörg ár var það venja að við fengum nýja mynd um njósnara hennar hátignar, James Bond, á tjald kvikmyndahúsanna á jólunum.

En vegna kórónavírusfaraldurs var frumsýningu á nýjustu myndinni frestað fram í nýliðinn nóvember. Þegar ljóst var að faraldurinn var ekkert á undanhaldi var frumsýningunni frestað á ný.

En það er jólatími, sem þýðir að það er Bond kvikmyndatími og því taldi Andrew Frankel hjá Autocar-vefsíðunni að kominn væri tími á umfjöllun um Bond-bíla. Við höfum meira að segja fengið einn af þessum bílum hingað til lands þegar Bond var kvikmyndaður á Jökulsárlóninu á sínum tíma, eins og sjá má hér neðar.

Átti að frumsýna „No time to die“ í nóvember

Upphaflega átti nýjasta Bond-myndin, No Time To Die, að koma út í apríl 2020. Eins og við vitum seinkaði útgáfunni vegna Covid-19. Ekkert varð af frumsýningu í nóvember, eins og til stóð, og heldur ekki í desember. Með heppni sjáum við kvikmyndina á hvíta tjaldinu í apríl 2021.

En í þessum pistli má sjá hvernig val hans hefur stundum verið tvísýnt, skelfilegt og jafnvel hörmulegt.

Við skulum sleppa eldflaugaskotum, útkastssætum og hæfileikum til köfunar en lítum þess í stað nánar á bílana á bak við goðsögnina. Þá ættum við að geta séð hverjir, ef einhverjir, eru raunverulega verðugir athygli þessa frægasta leyniþjónustumanns heimsins - og við lítum líka á nokkra sem hann notaði ekki (en hefði kannski átt að nota). Og auðvitað verður líka að líta á nokkra bíla sem illmennin í myndunum notuðu:

image

Bentley 4,5 lítra með forþjöppu (Casino Royale bókin, 1953)

Hélstu alltaf að Bond væri Aston maður í hjarta? Hugsaðu aftur til ársins 1953, þá var fyrsta val Fleming á bíl fyrir Bond þessi bíll. Höfum ekki hátt um þetta, en „blásarinn“ frá Bentley, eins og hann var kallaður, var ekki mjög góður bíll. Það var hann heldur ekki jafnvel þegar hann var nýr árið 1929; hvað þá 24 árum síðar þegar Bond setti á sig ökumannshanskana! Jafnvel WO Bentley hataði bílinn og sagði það að setja í hann forþjöppu væri „að snúa hönnun hans og spilla afköstum hans“.

Þetta var hræðilegur kostur fyrir Bond að öllu leyti, til að bjarga útliti hans. Sumt er ekki hægt að sjá fyrir sér í bók og þegar sagan birtist á hvíta tjaldinu getur útkoman orðið misgóð.

image

Aston Martin DB5 (Goldfinger, 1964)

„Ég þori varla að segja þetta,“ sagði Andrew Frankel hjá Autocar, „en DB5 er ekki alveg eins góður og sagan segir. Ef ekki væri fyrir þá staðreynd að bíllinn gegndi lykilhlutverki í Goldfinger teldist hann tæplega til merkari bíla er frá framleiðandanum hafa komið,“ skrifar Frankel í grein sinni og bætir við:

„Það sem bíllinn þó hefur með sér er nýstárlegt útlitið, sígild innrétting og skemmtilega einkennandi vél.“

image

Ekki er bíllinn frægur fyrir einstaka aksturseiginleika og á fátt skylt við ýmsa þá sportbíla sem Aston Martin hannaði á fimmta áratug síðustu aldar. Þeir voru mun þýðari, mýkri og skemmtilegri ferðabíla

Eins dásamlegt og það kann að vera að leggja bílnum, glæsilegur sem hann er, fyrir utan Gstaad Palace skíðahótelið, þá er mun minni ánægja fólgin í að keyra yfir fjöllin til að komast þangað.

image

Toyota 2000GT blæjubíllinn (Þú lifir aðeins tvisvar, 1967)

Næstum ljómandi kostur fyrir Bond. Ekki bara flottur heldur heillandi á að líta og að auki sögulega mikilvægur: Þetta er fyrsti alvöru sportbíllinn sem framleiddur var í Japan. 2,0 lítra sex strokka vél bílsins skilaði ágætu afli, með Yamaha tvöföldum kambásum og þreföldum blöndungum. Þetta virkaði  vel og hafði bíllinn góða aksturseiginleika.

image

Og svo uppgötvuðu þeir að Sean Connery var of hávaxinn til að geta komið sér þægilega fyrir í bílnum. Vandamál sem þeir leystu með því einfaldlega að saga þakið af til að gera bílinn að fullkomlega flottum blæjubíl. Því miður hafði þetta líklega einnig hörmuleg áhrif á stífni bílsins og breyttist þar með stífum og vel hönnuðum sportbíl í óstöðugt klastur með burðarvirki á borð við sandkastala.

image

Lotus Esprit S1 (Njósnarinn sem elskaði mig, 1977)

Þetta er bíll sem er svolítið meira í áttina að því sem búast má við í Bond-bíó! Ekki satt? Esprit var með mjúkar línur, þokkafullur og lét dásamlega að stjórn. Eins og í draumi. En í raun og veru átti enn eftir að sníða af honum ýmsa vankanta og smíði bílsins reyndist helst til ónákvæm.

Ljómandi fínn bíll til að skjótast á milli vörubíla og springandi hliðarvagna, en ef maður hefði raunverulega farið á bólakaf á honum hefði  ekki aðeins þurft ugga í hjólskálunum heldur köfunarbúnað í hanskahólfinu líka.

image

Við munum örugglega mörg eftir frægu senunni þegar Bond henti fiski út um gluggann þegar hann ók bílnum upp á ströndina. Hvernig komst hann inn í bílinn til að byrja með? Ætli hann hafi ekki komið inn í um göt á bílnum.

image

Citroën 2CV6 (For your eyes only, 1981)

2CV er skemmtilegur bíll, gallalaus, æsispennandi táknmynd stíls og akstursánægju. Allt í lagi, hann er kannski ekki sá straumlínulagaðasti, gulur með fullt af kúlnagötum í þessu tilfelli, en fyrir aðdáendur andhverfu snobbs er 2CV í raun mjög snjallt og flott val.

Ekki var alveg jafn sannfærandi þegar hann stakk vondu karlana á Peugeot 504 af.

image

BMW Z3 (Goldeneye, 1997)

„Hefði þetta verið Z3M coupé hefði ég fagna því að sjá hann í bílaflota Bond,“ segir Andrew hjá Autocar. En svo var ekki, því kvikmyndin var gerð áður en bíllinn fór í sölu. Goldeneye Z3 var með 1,9 lítra fjögurra strokka vél.

image

Aston Martin Vanquish (Die Another Day, 2002)

Önnur skömm, ekki bíllinn í þetta skiptið, heldur sú ótrúverðuga og óafturkræfa kvikmyndi sem bíllinn birtist í. En Vanquish var í raun fullkominn Bond-bíll. Ekki var hann bara fallegur á að líta, eins og sumir síðari Aston-bílar sem Bond notaði, heldur var hann bæði öflugur og svolítið ógnvekjandi líka.

image

Eini Bond-bíllinn sem kom hingað til lands

Þessi Aston Martin hefur þá sérstöðu að vera eini bíll Bond sem hefur komið hingað til lands, en hann brunaði um ísilagt Jökulsárlónið hér um árið.

image

Aston Martin DB10 (Spectre, 2015)

Mesta snilldarbragð Bond á sviði bíla til þessa, ekki bara vegna þess að það var fyrsti bíllinn hans sem var sannarlega sérsniðinn frekar en mjög aðgengilegur á markaði, heldur vegna þess að hann var ekki einu sinni ætlaður honum. Fyrir þá sem ekki hafa séð myndina, þá nappaði hann bílnum frá 009.

image

Bíllinn var í raun endurklæddur V8 Vantage - jæja, 10 endurnýjaðir V8 Vantage-bílar með tilliti til hetjubíla, glæfrabíla og kynningarbíla - hannaður í smiðju Marek Reichman hjá Aston Martin og var besti Bond-bíllinn til þessa. Líklega. Nýi Vantage Aston, sem kynntur var árið 2017, hefur meira en smávegis af útliti þessa bíls.

image

Jaguar CX-75 (Spectre, 2015)

Bond hefur lagt ýmislegt á sig gegnum tíðina, en á CX-75? Eltingaleikur á Bond-bíl hefur ekki þótt álíka lítt sannfærandi síðan Pierce Brosnan (á DB5) tókst einhvern veginn að halda í við Famke Janssen í Ferrari F355.

image

Hvað sem öðru líður fengum við í það minnsta að sjá metnaðarfyllsta bíl Jaguar á ferðinni, jafnvel þó það væri nokkrum árum eftir að verkefnið var lagt á hilluna.

image

Aston Martin DB2 / 4 MkIII (Goldfinger, 1964)

Eitt vita nú allir og það er að Bond ók DB5 í Goldfinger. Nema hann gerði það ekki. Ekki til að byrja með, í það minnsta. Fyrir Goldfinger myndina var það Goldfinger bókin, sú sjöunda í röð Bond-bókanna sem kom úr penna Ian Fleming. Það var „venjulegur bíll“ sem Bond valdi fremur en Jaguar 3.4 og eins og kvikmyndabíllinn, var hann búinn ýmsum „aukabúnaði“.

Þar á meðal voru styrktir stuðarar gerðir til að þola árekstur, talstöðvar og Colt 45 með löngu hlaupi í  leynihólfi undir ökumannssætinu.

Önnur staðreynd sem er á fárra vitorði; sem akstursbíll var MkIII mun öflugri og betri en DB5.

image

Alfa Romeo GTV6 (Octopussy, 1983)

Í Bond-sögunni hefur engin þjóð átt eins fáa bílafulltrú, ef svo má segja, en Ítalía. Það er F355 í Goldeneye, en ljóst er að sá bíll á ekki roð í Aston DB5 sem er 30 árum eldri. Nema hvað! Skálum fyrir Alfa Romeo GTV6 í Octopussy! Það má vera að myndin hafi verið slétt ömurleg en ljóst er að einhver í framleiðsluliðinu vissi sínu viti eða hafði í það minnsta vit á að brúka Alfa V6.

Og þeir hljóta að hafa verið hrifnir af GTV6: hann verður ekki einu sinni afskrifaður í lokaatriði myndarinnar.

image

Aston Martin DBS (Í leyniþjónustu hennar hátignar, 1969)

Vanmetinn Aston Martin á Bond-mælikvarða án þekktra brellna. Kom fram í furðu fáum atriðum en er minnst í dag sem farartækisins þar sem frú Tracy Bond dró andann í hinsta sinn vegna byssukúlu frá hinni eftirminnilegu persónu Irmu Bunt.

DBS V8 komst í framleiðslu, en því miður ekki nógu tímanlega fyrir frumsýningu myndarinnar. Það sem útlitslega greinir á milli V8 og sex strokka DBS eru álfelgur í stað teinafelga.

image

Mercedes-Benz 600 (Í leyniþjónustu hennar hátignar, 1969)

Eflaust hafa fæstir hugmynd um hvert leynivopn Bond illmennisins var í þessu tilviki. Það er þó ekkert launungarmál að leynivopnið var stóri Benz eðalvagninn sem ekki aðeins var notaður af Bunt og Blofeld í leyniþjónustu hennar hátignar, heldur einnig af Blofeld  í Diamonds Are Forever og stuttlega af Kamal Khan í Octopussy.

image

Rolls-Royce Phantom III (Goldfinger, 1964)

Hvaða bíll annar á heima í Goldfinger en einmitt Rolls-Royce, knúinn V12 vél þar til Silver Seraph kom til sögunnar árið 1998? Svo magnaður og aflið sem 7,3 lítra V12 skilar er sannarlega ekki til að kvarta yfir - svo ekki sé minnst á að ýmsir hlutar bílsins voru gerðir úr gulli.

image

Ford Mustang Mach 1 (Diamonds Are Forever, 1971)

Einn síðasti almennilegi bandaríski ofurbíllinn áður en losunarlöggjöfin kæfði jafnvel stærstu V8 vélarnar í Detroit. Með 7,0 lítra Super Cobra Jet „big block“ með öndun í gegnum fjögurra hólfa Holley blöndung, var Mach með1375 hestöfl og, sem er mun mikilvægara; mikið tog eða 610 Nm.

Mach nafnið hefur nú verið endurvakið á nýjum rafknúnum jeppa Ford.

image

Saab 900 Turbo (maðurinn frá Barbarossa o.fl.)

Ekki hafðir þú búist við þessu, er það nokkuð? Jæja, Bond keyrði einn í þremur tilvikum, að minnsta kosti ef þú ert aðdáandi Bond skáldsagna í bókarformi frekar en kvikmyndaformi. Og fyrir ykkur sem hafið komist að því að Ian Fleming dó löngu áður en Saab kom fram var hann ekki einn um að skrifa Bond-bækur. Reyndar var „Sun ofursti“ eftir hinn dularfulla Robert Markham í raun skrifaður af Kingsley Amis.

image

Land Rover Defender (No Time To Die, 2021)

Hinn nýlega afhjúpaði Defender virðist hafa aðalhlutverk í þessari nýju Bond mynd sem kemur í apríl 2021. Þetta er bíll sem er margs megnugur og lítur út fyrir að vera verðug viðbót við James Bond-bílana. Aston Martin Valhalla ofurbíllinn verður einnig með í myndinni.

Svo að þetta voru Bond bílarnir - en hverju hefði hann átt að aka?

image

1960: Aston Martin DB4 GT

Hraðari, flottari, stórkostlega meira spennandi að keyra en DB5 og með rétta arfleifð. Þetta er mögulega sá bíll Aston sem var bestur og löglegur í akstri á vegum nokkru sinni. Synd að þegar fyrsta Bond-myndin kom fram var bíllinn ekki lengur í sölu.

image

1970: Aston Martin V8 Vantage

Þessi bíll virðist vera svo hentugur fyrir Bond að þér yrði fyrirgefið að halda að hann hefði sjálfur hannað hann. Reyndar sat Bond aldrei í bíl þessarar gerðar og við teljum ekki með DBS í myndinni Í leyniþjónustu hennar hátignar eða Volante í The Living Daylights.

image

1980: Bentley Mulsanne Turbo R

Dálítið öflugur? Kannski, en þetta er áratugurinn þar sem ein ákjósanlegasta aðferð Timothy Dalton til að ná til slæmu kallana var að slá þá í hausinn, svo það passar nokkurn veginn eftir endurreisnina þessum bílum. Fjórar hurðir eða ekki, Turbo R er enn einn mest heillandi sportbíll allra tíma.

image

1990: Jaguar XJ220 V12

Bæði í For Your Eyes Only og Spectre ekur Bond einstökum bíl, sem er ekki aðgengilegur almenningi. Þannig að þegar tíundi áratugurinn kom gæti hann allt eins hafa haft tól til að fara í áttina að hinum upprunalega XJ220 hugmyndabílnum frá 1988 með V12 mótor, 48 ventlum og fjórhjóladrifi. Svo ógnandi Sean Bean hefði gefist upp við það eitt að sjá hann.

image

2000: Bentley Brooklands

„Allt í lagi, ég viðurkenni það að þú getur ekki sigrað Vanquish, nema með Vanquish S,“ segir Andrew Frankel hjá Autocar. „En tilneyddur til að leita á önnur mið myndi ég velja  Bentley Brooklands coupé sem kom með 530 hestafla V8 vél og nægilegt tog til að jafna húsið þitt við jörðu,“ segir Frankel.

image

2010s: Aston Martin V12 Vantage S með handskiptingu

„DB10 lítur yndislega út og var fínn Bond bíll. En af þeim bílum sem aðeins dauðlegir geta raunverulega keypt, þá er V12 Vantage - fullkomlega breytt í beinskiptingu - eins sérsniðinn Bond-bíll og ég get hugsað mér,“ segir segir Andrew Frankel hjá Autocar að lokum.

En við verðum bara að bíða næstu Bond-myndar sem sennilega verður frumsýnd um næstu páska, ef baráttan við Covid-19 gengur vel. Þá getum við séð nýjustu Bond-bílana á hvíta tjaldinu!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is