Bollinger sýnir útgáfur af B1 og B2 tilbúnar í framleiðslu

    • Minni háttar breytingar á báðum gerðum

Það hefur nánast verið hljótt um sprotafyrirtækið Bollinger Motors, sem er í Michigan í Bandaríkjunum, frá því að þeir sýndu par rafknúinna torfærubifreiða árið 2019 og sagt var að væru nálægt framleiðslu. En það hefur ekki alveg verið sofið þar á bæ, því þar hefur síðasta ári verið eytt í að stilla gerðirnar, sem kallast B1 (jeppinn) og B2 (pallbíllinn), og enda var bara afhjúpað hvernig þeir munu líta út þegar þeir koma í framleiðslu.

image

En báðir bílarnir sem eru mjög kassalaga og gætu vel hafa verið teiknaðir af einhverjum á leikskólanum sem ég horfi á hér út um gluggann þegar ég er að skrifa þetta. En formið er víst tilkomið svona til að spara peninga í framleiðslunni.

image

En núna þegar nánast tilbúnar framleiðslugerðir eru kynntar er erfitt að segja til um hvað hefur breyst. Báðir bílarnireinkennast enn af þessu kassalaga formi sem fær ýmislegt lánað frá upprunalega Land Rover Defender. Ef við skoðum þá vel má sjá hærri miðjulínu fyrir rúmbetri pall og farangursrými og hrikalegra útlit, eða svo segja menn hjá Bollinger. Ótilgreindar endurbætur á hitastjórnunartækni bílsins gerðu það að verkum að loftopin í kringum framljósin voru ekki lengur nauðsynleg. Aftur á móti stækkaði framhliðin, framljósin fengu venjulegan ramma og loftinntakið færðist niður að framstuðara.

image

Með því að færa B-bitana framar eru afturdyrnar breiðari, svo að það þarf ekki eins mikla lipurð að komast inn og út úr aftursætunum. En nýja formið gerði framhurðirnar líka þrengri, þannig að rennihliðargluggarnir voru sendir aftur á teikniborðið og skipt út fyrir eitt stykki rúðu sem rúllað er niður með sveif eins og í gamla daga.

image

Autoblog er að fjalla um þessar nýju gerðir á vefsíðu sinni og hafa ekki séð uppfærða innréttingu enn þá og Bollinger minntist ekkert á breytingar á vélrænu forskriftinni. Árið 2019 sagði Bollinger okkur að báðir bílarnir væru knúnir með sömu drifrásinni sem samanstóð af tveimur rafmótorum sem voru forritaðir til að skila 614 hestöflum og togi upp á 933 Nm. Bollinger vitnaði í 4,5 sekúndna sprett frá núlli upp í 100 km/klst, 160 km/klst hámarkshraða og 7.500 punda dráttargetu. Báðir torfærubílarnir eru smíðaðir í kringum 120 kWh litíumjón rafhlöðu sem búist er við að skili um 320 kílómetra akstursdrægni.

Verðlagning byrjar á um 125.000 dollara (um 16 milljónir ISK) fyrir viðeigandi hvata óháð því hvort þú ert á markaðnum fyrir B1 eða B2.

image

Þrátt fyrir hófleg hlutföll og dráttargetu eru báðir Bollingers tæknilega í flokki 3 yfir pallbíla samkvæmt bandarískum mælikvarða, sem þýðir að þeir eru í flokki meðalþungra pallbíla á borð við Ford F-350 frekar en aðalsölubílinn F-150. Framleiðsla er áætluð til að hefjast árið 2021.

(frétt á Autoblog – myndir Bollinger)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is