ESB stefnir að því að hafa 30 milljónir rafbíla á vegum árið 2030

Samkvæmt frétt á Bloomberg-fréttaveitunni mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leitast við að hafa að minnsta kosti 30 milljónir rafknúinna ökutækja á vegum svæðisins í lok áratugarins samkvæmt áætlun sem krefst þess að bílaiðnaðurinn flýti mjög fyrir umbreytingum.

Markmiðið fyrir núlllosandi bíla er að finna í drögum að stefnuskrá sem Bloomberg hefur undir höndum og áætlað er að birta í næstu viku.

Markmiðið er metnaðarfullt miðað við að um það bil 1,4 milljón ökutæki eru í akstri í Evrópu núna, samkvæmt BloombergNEF. Þar er því spáð að 28 milljón tengitvinnbílar og rafhlöðknúin ökutæki verði á vegunum árið 2028.

image

Þegar horft er lengra fram í tímann eru markmiðin að tvöfalda flutningaumferð með járnbrauum og þrefalda háhraðalestarumferð um miðja öldina. Búist er við að þessi áform leiði til lagafrumvarpa á næstu mánuðum.

Tillögurnar um flutningaiðnaðinn koma í kjölfar ráðagerða á milli aðildarríkja Evrópusambandsins vegna áætlunar um að herða markmið sambandsins varðandi það að draga úr losun árið 2030 í að minnsta kosti 55 prósent fyrir lok næsta áratugar frá því sem hún var um 1990.

Að hækka það markmið frá núverandi 40 prósentum er lykilatriði í „græna“ evrópska samningnum og krefst meiri fjármuna í orkuframleiðslu og innviði.

„Við verðum að gera alla flutningsmáta sjálfbæra“ til að uppfylla loftslagsmarkmið og gera evrópskum fyrirtækjum kleift að vera áfram leiðtogar iðnaðarins, segir í drögum að skjalinu og tekið fram að núll- og láglosunarvélar séu enn of lítill hluti ökutækjaflotans.

(Bloomberg og Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is