Nýsköpunin fáguð

Toyota í Japan kynnti á heimasíðu sinni nýja útgáfu af vetnisbílnum Mirai með eftirfarandi orðum:

„Við kynnum til sögunnar nýjan 2021 Mirai. Byltingarkennd tækni þess er endurfædd með sléttri, háþróaðri hönnun. Glæsilegur viðvera án losunar og búist er við að þessi vetnisknúði rafbíll Mirai verði tiltækur í lok ársins 2020.

image

Markviss hönnun. Að innan sem utan.

Lægri, lengri og breiðari, ný hönnun Mirai, sem er með Coupé-útliti, er hið fullkomna jafnvægi sportlegs og glæsilegs útlits. Lægri staða bílsins - auðkennd með tiltækum 20 tommu álfelgum — hjálpar til við að skapa öflugri akstur. Að innan, fáanlegar satín-silfur eða koparlitaðar áherslur í innréttingu gera innréttingar Mirai jafn fágaðar og tækni bílsins.

image
image
image

Nútíma tækni mætir einstökum þægindum.

Flottur og einfaldur og allt samþætt áreynslulaust, hvert atriði af háþróaðri tækni inni í Mirai hjálpar til við að auka akstursupplifunina“.

Svo mörg voru þessi inngangsorð á vef Toyota, en formleg frumsýning á bílnum verður væntanlega fljótlega núna í desember.

En hvað er Mirai?

Þetta er annar bíllinn sem kallast Mirai en níundi bíll Toyota sem byggist á vetni. Toyota byrjaði að vinna að þeim árið 1992 og það var ekki fyrr en í fimmtu atrennu sem fyrirtækið kom fram með þann fyrsta.

image

Afturhjóladrifinn

Nýi Mirai er afturhjóladrifinn og á milli vélarhúss og afturhjóla eru þrír vetnisgeymar í staðinn fyrir hefðbundna drifrás: einn í miðjustokknum, einn undir aftursætunum og einn fyrir framan farangursrýmið. Samtals rúma þeir 5,6 kg af vetni.

Það er einnig til staðar 1,24kWh rafhlaða sem vegur 45kg, sem geymir endurnýjanlega orku við hemlun svo dæmi sé tekið, eða lætur 180 hestafla mótorinn fá aukaskammt af orku 640 kíef hann biður um meira en eldsneytissellurnar geta skilað.

640 kílómetra aksturssvið

Mirai vegur um 1950 kg, sem er nokkuð mikið, en reikna má með að hefðbundinn rafbíll af sömu stærð sem aðeins notar rafhlöður og með svipað aksturssvið myndi vega meira. Toyota reiknar með að WLTP prófanirnar á aksturssviði muni gefa um 640 kílómetra aksturssvið.

Allt í sjónlínu ökumanns

image

Þegar hendurnar eru á stýrinu þá er Mirai með þann möguleika að birta allar upplýsingar í sjónlínu ökumanns, hraða, stefnuljós, og annað sem skiptir máli.

Stór upplýsingaskjár

image

12,3 tommu skjárinn í Mirai bíður þess að ökumaðurinn aðlagi hann að sínum þörfum. Tengdu símann til að hringja, senda skilaboð og nota kortin í símanum með Android Auto.

Hituð og loftkæld sæti

image

Öll sætin í Mirai, jafnt fram- sem aftursæti, eru með hita, og einnig er hægt að fá loftflæði sem kælir ef þess þarf.

Áfylling – bara vatn!

image

Ólíkt hefðbundnum rafbílum sem þarf að hlaða í margar klukkustundir, þá tekur það aðeins örfáar mínútur að fylla á Mirai – og áfyllingin er bara vatn!

Háþróuð eldsneytistækni

image

Mirai býr til orku með því að sameina vetni og súrefni úr andrúmsloftinu – og eini „útblásturinn“ er vatn!

Mikið lagt upp úr minni loftmótsstöðu

Við hönnun á Mirai var mikið lagt upp úr minni loftmótsstöðu eins og þetta myndband sýnir.

(byggt á vef Toyota.com og frétt á Autocar – myndir Toyota)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is