Ineos Grenadier að innan

    • Fyrstu myndir af innréttingu Ineos Grenadier, sem sameinar stóra og gerðarlega rofa og nýjustu nútímatækni

Þá eru myndirnar sem margir hafa beðið eftir loks komnar – hvernig nýi Grenadier-jeppinn lítur út að innan!

image
image

Hönnun frá grunni

Næstum allir þættir Grenadier hafa verið hannaðir frá grunni, þar á meðal innanrýmið.

image

Hægt er að spúla innanrýmið, því niðurföll eu til staðar og hægt að þurrka af áklæðinu.

Það kemur fram í umsögnum á vefsíðum um innréttinguna í Grenadier að áhugamenn um torfæruakstur séu að kvarta yfir því að Land Rover Defender sé nú of mikil lúxusbíll og fágaður og tapar þar með hluta af hagkvæmni sinni auk þess sem hann sé hreinlega of dýr.

image

Í dag, rúmu ári eftir frumkynninguna, afhjúpar Grenadier að lokum glæsilegar og flottar innréttingar.

image

Rétt eins og í Ford Bronco, þá hafa þeir beintengda rofa sem notaðir eru til að tengja spilið, vinnuljós, tjaldbúnað og annan aukabúnað.

image

Það þýðir að eigandinn mun ekki þurfa að bora göt og rífa af þakklæðninguna til að koma raflögnunum fyrir, vitandi vel að innanrýmið verður aldrei aftur eins.

image

Annað sem Grenadier á sameiginlegt með nýja Bronco er möguleikinn á því spúla af innréttingunum, því það eru niðurföll í gúmmíklæddu gólfinu og það er hægt að þurrka af sætisáklæðum í blettþolnu Recaro sætunum.

image

Nýjasta tækni einnig til staðar

Loftræstistútarnir í miðju eru eins og þeir hafi verið fengnir að láni úr bíl frá tíunda áratugnum en Grenadier er langt frá því að vera úreltur. Hann fær 12,3 tommu snertiskjá fyrir upplýsingar með iDrive-snúningshnappi ásamt Apple CarPlay og Android Auto snjallsíma samþættingu.

Gírstöngin fyrir sjálfskiptinguna lítur út fyrir að vera kunnugleg því jeppinn er knúinn af BMW vél tengdri ZF átta gíra sjálfskiptingu sem er til staðar í mörgum bílum BMW.

image

Með stórum handföngum á A-bitanum og mælaborðinu veistu að þetta er bíll sem er hannaður fyrir alvöru torfæruakstur.

image

Farþegaútgáfan rúmar fimm manns á meðan tveggja sæta vinnubíll er einnig í vinnslu. Ineos hefur þróað Grenadier til að hýsa valfrjálsan Power Pack með 2000-watta straumbreyti til að veita straum í raftæki og búnað.

image

Bensín- og dísilvélar frá BMW

Svona til upprifjunar verður Grenadier knúinn af sex strokka línu bensín- og dísilvélum frá BMW og mun vera með varanlegt aldrif með tveggja þrepa millikassa og þremur mismunadrifslæsingum (rafstýrðar fyrir fram- og afturöxla og vélræn læsing í miðju).

image

Jappinn sem byggður er á stigagrind mun verða í boði með á 17 og 18 tommu stál- og álfelgum með sérsniðnum Bridgestone All Terrain eða BF Goodrich All-Terrain dekkjum.

image
image

Ineos mun taka við bókunum í október og hefja afhendingu til viðskiptavina í júlí 2022. Á meðan eru 130 frumgerðir í prófunum um allan heim, þar sem næsti staður er sandöldur Marokkó.

(Myndir frá Ineos – byggt á fréttum á vef Auto Express og Motor1)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is