75 ára afmælisútgáfa Ram 2500 Power Wagon

Ram Power Wagon hefur getið sér gott orð á þessari öld sem fullkominn pallbíll í torfærum. En nafnið á sér miklu lengri sögu en það. Fyrsti Power Wagon fór í sölu árið 1945 og var byggður á stórum herbílum sem Dodge smíðaði í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta var fyrir 75 árum síðan, og þess vegna er komin 75 ára afmælisútgáfa af 2021 Ram 2500 Power Wagon.

image

Þessi sérútgáfa Power Wagon, sem kemur hér á sjónarsviðið er með nokkrar smávægilegar útlitsbreytingar og er hlaðin ýmsum eiginleikum. Að utan eru úrvals LED-framljós með svörtum umbúnaði sem staðalbúnaður, sem passa við svörtu merkin. Einstakt grillið fær útlit með svörum „byssugljáa“ og afturhurðirnar eru með svört 75 ára afmælismerki.

Felgur með 33 tommu dekkjum undirstrika hönnunina enn frekar.

image
image

Að innan er mest áberandi breytingin að búið er að bæta við brúnum leðursætum með 75 ára afmælismerki í sætisbakinu.

Mælaborð og hurðaklæðningar eru með svörtu plasti og burstuðu áli. 12 tommu upplýsingaskjárinn er búinn með nýjum torfærusíður fyrir 2021 sem sýna aksturshæð, halla og veltu og aukamæla. Upplýsingakerfið er einnig tengt við 750 watta, 17 hátalara hljóðkerfi.

image
image

Samkvæmt fréttum mun sérútgáfa Ram Power Wagon mun ná til söluumboða í Bandaríkjunum við lok ársins, en ekki talað um önnur lönd.

(Frétt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is