Þetta eru bestu bílarnir 2020 samkvæmt Auto Bild

    • Gullna stýrið 2020
    • 24 keppendur í úrslitum, þar af 13 með tengitvinnbúnaði. Gullna stýrið ekur líka með nýrri orku
    • AUTO BILD kynnir yfirlit yfir alla sigurvegarana 2020!

image

Gullna stýrið er meðal merkilegra viðurkenninga í bílaiðnaðinum sem þýska blaðið Auto Bild hefur veitt í áratugi, og vekur ávallt mikla athygli á hverju ári.

image

Eins og undanfarin ár hvöttu þýska bílatímaritið Auto Bild og vikublaðið Bild am Sonntag lesendur sína til að taka þátt í atkvæðagreiðslu um bestu bíla ársins 2020. Lesendur kusu um 63 ökutæki, í átta flokkum, sem hafa verið á markaðnum síðan í október 2019.

Þrír bílar í viðkomandi ökutækjaflokkum voru ákveðnir út frá atkvæðum lesenda sem síðan voru metnir af óháðri dómnefnd bílasérfræðinga

Sigurvegarar gullna stýrisins 2020:

    • Besti bíllinn undir € 35.000: Seat Leon
    • Besti bíllinn undir € 25.000: Hyundai i20
    • Nýjung ársins: Lexus UX 300e
    • Fallegasti bíll ársins: Porsche Taycan
    • Flokkur lítilla bíla: Opel Corsa-e
    • Flokkur minni bíla: Audi A3 Sportback
    • Litlir sportjeppar: Ford Puma 1.0
    • Meðalstórir sportjeppar: Polestar 2
    • Stórir sportjeppar: Kia Sorento 1.6
    • Meðalstórir tengitvinnsportjeppar: VW Tiguan eHybrid
    • Meðalstór / lúxusflokkur tengitvinnbíla: BMW 330e
    • Sportbílar: Porsche Taycan

Fyrstu sigurvegararnir, sem voru kynntir þegar þetta val fór fram í fyrsta sinn voru Ford Fiesta, Audi 100 og BMW 633 CSi 1976. Allir þessir þrír framleiðendur vinna gull aftur á þessu ári. En annars, eins og fram kemur á vefsíðu þýska blaðsins, er (næstum því) allt öðruvísi. 44. útgáfa mikilvægustu bílaverðlauna í Evrópu er upplifun í anda Covid - fjarlægð, hreinlæti, gríma. Kórónavírusinn stýrir lokakeppninni.

14 manna dómnefnd

DGL dómnefnd 2020 (frá vinstri): Felix von der Laden (YouTuber), Daniel Abt (kappakstursökumaður), Friedhelm Schwicker (DEKRA verkfræðingur), Sidney Hoffmann (sjónvarpsmaður), Hans-Joachim Stuck (kappakstursökumaður), Lina van de Mars (sjónvarpsmaður), Joachim Winkelhock (keppnisökumaður), Andreas May (AUTO BILD), Tom Drechsler (aðalritstjóri AUTO BILD), Kai Pflaume (sjónvarpsmaður), Michael Stoschek (athafnamaður), Robin Hornig (AUTO BILD), Damiaan Hage (AUTO WEEK) og Steve Fowler (AUTO EXPRESS)

Nei, áhugaverðara! Vegna þess að héðan í frá standa allir kaupendur frammi fyrir nákvæmlega þessari þraut: Dísel, bensín, tengitvinn, rafmagn - hvað knýr okkur best?

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is