Hver er rétti bíllinn fyrir endurgerð  „Planes, Trains and Automobiles”?

    • Endurgerð myndarinnar er í pípunum og framleiðendur kalla eftir tillögum: Hvaða bíl ættu þeir að aka í nýju myndinni?

Nú er sá árstími að undirritaður horfir á nokkrar ódauðlegar ræmur sem unnu hug og hjarta hans á yngri árum.  Ein þeirra er hin bráðfyndna Planes, Trains and Automobiles með þeim Steve Martin og John heitnum Candy í aðalhlutverkum. Um þessar mundir er unnið að endurgerð þessa meistaraverks hjá þeim í Paramount Pictures. Í þessari endurgerð munu þeir Will Smith og Kevin Hart fara með aðalhlutverkin.

image

Vesen á John Candy í þessu skoti.

Baunasúpugrænn

Í frumgerðinni frá árinu 1987 leigðu þeir Martin og Candy baunasúpu grænan Chrysler LeBaron Town&Country blæjubíl (eitthvað í líkingu við hann allavega) sem verður fyrir fjölbreyttum áföllum og meira að segja kviknaði í honum en áfram skrölti hann þó.

image

Smith og Hart í nýrri uppstillingu.

Myndin olli straumhvörfum í sögu þessa  „viðarklædda” K-bíls og fær mann til að hugsa: Hverju eiga þeir Smith og Hart að aka í myndinni?

Allavega blæjubíll

Auðvitað verður það að vera blæjubíll. Meðal slíkra bíla eru talsvert af Ford Mustang eða Chevy Camaro til leigu sem  „töffara” bílar á bandarískum bílaleigum. En væntanlega eru þeir of flottir fyrir söguþráðinn. Ferð þeirra félaga á að vera hörmungarstíl þannig að við værum kannski frekar að tala um Buick Cascada eða VW Beetle. Ætli Bjallan hentaði þá ekki frekar?

image

En það er samt bíll sem stendur uppúr hvað þetta varðar. Hann heitir PT Cruiser og hann var framleiddur sem blæjubíll. Cruiserinn er bæði hallærislegur og var líka framleiddur með  „viðarvörn” á sínum tíma.

Nógu hallærislegur

Þó svo að framleiðsu PT Cruiser blæjubílnum hafi verið hætt árið 2008 og að  „viðarútgáfan” hafi síðast verið framleidd árið 2004 gæti þetta hugsanlega verið rétta bifreiðin í myndina. Tæknilega var Chrysler LeBaron bíllinn ekki slíkur heldur einhver samsuða, bara annað nafn og var ekki í litaseríu framleiðslubíla. Ekki ólíkt til dæmis Wagon Queen Family Truckster bíl „Vacation” myndanna sem Chevy Chase og fjölskylda gerðu svo eftirminnilega frægar.

Hér er stikla úr upphaflegu útgáfu kvikmyndarinnar.

(byggt á grein Autoblog).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is