Sportbíllinn Nissan Z Proto heiðrar fortíðina og sýnir okkur Z-bíl framtíðar

En mun ekki koma á Evrópumarkað vegna strangra viðmiða um losun útblásturs

image

Z Proto er með langa vélarhlíf, oddhvassan framenda og stuttan og hallandi afturenda, svipað og á 240Z, sem var frumsýndur fyrir fimm áratugum.

TOKYO - Nissan tók umbúðirnar af næstu kynslóð Z sportbílsins sem staðfestir endurnýjun táknræna Z-merkisins með frumgerð í gömlum stíl sem heldur fast við hönnun upprunalega Z bílinn fyrir hálfri öld en bætir við fullt af uppfærslum fyrir nútíma ökumanninn í dag.

Meðal endurvarps frá fyrstu kynslóðar 240Z, sem frumsýnd var fyrir um fimm áratugum síðan, er skuggamyndin - löng vélarhlíf, oddhvass framendi og stuttur, hallandi afturendi sem hallar aðeins lægra en framendinn.

Hinn endurskoðaði Z - kallaður Z Proto, eins og í „prototype“ eða frumgerð - er gerður léttari og er með svipaða afstöðu sem einkenndi fyrri kynslóðirnar.

image

Nútímaþættir í hönnun Z Proto eru LED-ljós og yfirbygging úr léttum koltrefjum.

Z Proto var frumsýndur á netinu seint á þriðjudag í viðburði sem kynntur var af Makoto Uchida forstjóra Nissan. Þetta er hugmyndabíll sem er nærri markaðssetningu á næstu kynslóð Z bíls sem gæti komið á markað árið 2022.

„Z, sem hreinn sportbíll, táknar anda Nissan,“ sagði Uchida í tilbúnum athugasemdum. "Það er sönnun þess að við getum gert það sem aðrir þora ekki, frá A til Ö."

A til Ö

Nissan kallar væntanlega endurnýjun vöruframboðs „Nissan A til Z,“ þar sem A stendur fyrir nýja rafknúna Ariya crossover-bílinn og Z, náttúrulega, hinn endurhannaða coupe sportbíl.

image

Nissan endurhannaði síðast Z bílinn með 370Z árið 2009 og þar með er bíllinn ein elsta gerð fyrirtækisins. Talið er að Nissan muni nefna þennan næsta sportbíl, 400Z, og búist er við að hann verði með 3,0 lítra tvöfaldri túrbó V-6 vél, svipaðri þeirri sem notuð var í Infiniti Q50 Red Sport 400.

Nissan tekur þó fram að jafnan hafi „hver ný kynslóð haft öflugri vél“.

Nissan greindi ekki frá þyngd bílsins eða verðlagningu fyrir næsta Z bíl. En þessi nýja frumgerð er um það bil 13 cm lengri en núverandi 370Z, þrátt fyrir að hafa sömu breidd og hæð.

Inni í stjórnklefa fær Z Proto nýtt stýri sem gerir kleift að skoða mælana og stjórntækjum í anda eldri bílanna. Gular áherslur - þar á meðal saumar á mælaborðinu og sérstakt sæti – búa til sportlegt yfirbragð.

image

Alþjóðlegur hönnunarstjóri bílsins, Alfonso Albaisa vildi blanda saman í gær og á morgun í næsta Z.

Skærgula perlulita málning frumgerðarinnar er vísun í fyrstu kynslóð Z-bílsins og sömuleiðis táralaga framljósin. Á sama tíma heiðra glær glerin yfir framljósunum 240ZG, sem var aðeins á Japansmarkaði, á áttunda áratugnum, sagði Albaisa í fréttatilkynningu frá Nissan.

Mun ekki koma til Evrópu

Nokkrum klukkutímum eftir frumsýninguna á nýja bílnum sendi Nissan frá sér eftirfarandi viðbótarfrétt:

Nýi sportbíllinn, byggður á frumgerð Z Proto, muni ekki koma til Evrópu og vitnar Nissan í minnkandi sölu í þessum flokki og strangar reglur um losun.

image

Nissan mun ekki skipta út núverandi 370Z sportbíl í Evrópu fyrir nýja gerð.

„Minnkandi evrópskur sportbílamarkaður og sértækar reglur um losun þýða að Nissan gat ekki smíðað hagkvæma framleiðsluútgáfu næstu kynslóðar Z bíls fyrir Evrópu,“ sagði fyrirtækið.

(frétt á Automotive News Europe – Myndir Nissan)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is