Framleiðsla á Ford Bronco 2021 hefst í mars eða apríl á næsta ári

Það bíða margir spenntir eftir komu Ford Bronco 2021 og þó að það sé hægt núna að panta Bronco verðum við að bíða til næsta árs til að sjá þá á vegunum.

image

Hvenær nákvæmlega spyr einhver? Skjal sem var lekið sýnir að framleiðsla er áætluð til að hefjast á næsta vori.

Færsla frá notanda broncoj11 á Bronco6G Forum, sýnir lekið skjal sem sýnir að framleiðsla á Bronco er áætluð til að hefjast í mars. Samkvæmt skjalinu ‚Precision Inventory Management‘, sem er „hugbúnaður sem notaður er af sölumönnum til að annast nýjar bílapantanir fyrir söluumboð Ford og Lincoln“, er Bronco skráður með þessum fyrirvara „Væntanlegt verk 1 í mars 2021.“

Nú eru líka líkur á að framleiðslu geti seinkað um mánuð eða svo, þar sem öðrum ökutækjum á listanum hefur einnig seinkað. Ef það gerist gæti framleiðsla á Bronco hafist í apríl 2021.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is