Alvöru leikfangabíll!

    • Aston Martin DB5 Junior rafdrifinn leikfangabíll kostar 42.000 pund eða um 7,7 milljónir króna, aksturssviðið er er allt að 32 km og hámarkshraðinn er 48 km/klst
    • Little Car Company og Aston Martin sameinast um að búa til DB5 Junior

Eftir að Bugatti ‘Baby II’ rafbíllinn var settur á markað (eins og Bílablogg fjallaði um í fyrra) hefur Little Car Company tekið höndum saman við Aston Martin um að búa til DB5 Junior auk öflugri Vantage útgáfu.

image

Þessi litli rafbíll, sem er tveir þriðju hlutar af stærð „fullvaxins“ Aston Martin DB5 hentar bæði fullorðnum og börnum og þó að bíllinn sé ekki löglegur á vegum eru þeir sem eru tilbúnir og geta reitt fram 7,7 milljónir króna fyrir gripinn líklegir til að hafa möguleika á að aka bílnum heima hjá sér.

image

Aðrir aukakostir eru farangur, hlífar, verkfærapakkar og sérsniðnar númeraplötur.

Hægt að breyta akstursstillingum

Þeir sem kaupa DB5 Junior geta huggað sig viðað það er hægt að breyta um akstursstillingar sem gera kleift að breyta hámarkshraðanum.

Fyrir byrjendur er hraðinn stilltur á um 20 km/klst. ásamt fjarstýringu sem gerir kleift að gera bílinn óvirkan í allt að 30 metra fjarlægð.

image

Að skipta yfir í stillingu fyrir þá sem kunna aðeins meira eykur hámarkshraða í 48 km/klst, en kappakstursstillingin“ eða „Race mode“ kemur með hámarkshraða sem er „í takt við aðrar gerðir Little Car Company“. Til viðmiðunar getur Bugatti Baby komist á allt að 68 km/klst.

Enn aflmeiri gerð í boði

Þeir sem vilja enn meiri kraft geta valið Vantage-gerðina sem er með kraftinn aukinn í 10kW (13,4 hö) og hámarkshraðinn hækkaður í „enn óstaðfestan“ hraða. Vantage er einnig með mismunadrif og allt að 65 kílómetra aksturssvið á rafhlöðunni, en verðið er hærra, eða sem svarar 54.000 pundum eða næstum 9,9 milljónir króna.

image

Leikfangabíllinn er nákvæm eftirmynd á upprunalega DB5, með réttum Aston Martin merkingum og Smiths mælum, eldsneytismælinum era ð vísu skipt út fyrir rafhlöðumæli og olíu hitastigsmælirinn sýnir nú hitastig rafmótorsins.

Yfirbygging Junior er nákvæmlega eins og upphaflega 1963-gerðin og mögulegt er með þrívíddar skönnunartækni. Undirvagninn er úr áli, framhjólin eru fjöðruð með tvöföldum klofspyrnum, en afturöxullinn er heill öxull með Panhard stöng.

image

Önnur smáatriði eru 10 tommu teinafelgur, ekta útlit á stýri og fótstig úr áli. Bílarnir eru með Silver Birch lakki og svörtu leðuráklæði sem staðalbúnað, þó að nútímalegir Aston Martin valkostir séu fáanlegir, sömuleiðis „vintage“ áferð.

Þeir sem eiga BD5 í fullri stærð fá forgang

Eigendum upphaflegra DB5-bíla í fullri stærð verður boðið að kaupa Junior DB5 fyrst, en fjöldi smíðaðra bíla er takmarkaður við 1.059 eintök, sem endurspeglar framleiðsluferil „stóra“ bílsins. Grindarnúmer Junior-bílanna verða einnig sérsniðin til að passa við upphaflega bíla í eigu viðskiptavina og öll kaup munu fylgja aðild að eigendaklúbbi Aston Martin. Hægt er að greiða inn á bílana frá og með 27. ágúst og framleiðsla á að hefjast árið 2021.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is