Bandarískur rafjeppi með rafhlöðu frá Kína með 1.000 km aksturssviði

Vestur í Kaliforníu er búist við því að meðalstór sportjeppi með rafdrifi og nýjustu rafgeymatækni frá Kína komi á markað árið 2022, bíll sem setur ný viðmið hvað varðar endingu rafgeyma og akstursvegalengd á rafmagni, að sögn vefsíðu Auto Motor und Sport í Þýsklandi.

image

Hugmynd Mullen að rafdrifnum sportjeppa með allt að 1.000 kílómetra aksturssvið.

Raforkuiðnaðurinn kemur stöðugt fram með nýjungar í bílaiðnaðinum, sumar að hluta til framandi. Eitt slíkra fyrirtækja er Mullen Technologies.

Það var stofnað af fyrrum tónlistarframleiðandanum David Michery. Michery er jafnframt forstjóri Mullen. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins hefur hann ástríðu fyrir bílum en hefur einnig áhyggjur af umhverfinu.

image

Sportbíllinn Qiantu K50 frá Kina sem Mullen áætlaði að smíða í Kaliforníu, en að því að við vitum best þá er sá bíll enn bara hugmynd.

Mullen hefur átt samstarf síðan í lok árs 2018 við kínverska framleiðandann Qiantu; en það fyrirtæki hefur hug á að koma með Qiantu K50 rafmagns sportbíllinn undir nafninu Dargonfly K50 til Bandaríkjunum.

Mullen tilkynnti einnig nýlega að fyrirtækið hefði hug á að fara inn í „ört vaxandi“ markað fyrir rafknúna sportjeppa á árinu 2022, með Mullen MX-05, meðalstóran jeppa sem Mullen vill framleiða sjálfur.

Fyrir vikið vill fyrirtækið safna 135 milljónum dollara frá Axiom Financial til endurbóta á núverandi bílaverksmiðju.

Núna er bera að sjá hvort þetta verður að veruleika og við eigum örugglega eftir að sjá marga aðra slíka á næstu mánuðum og árum.

(byggt á frétt á vef Auto Motor und Sport)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is