Gamlir nýir bílar

Bílar sem standa óhreyfðir, óseldir og ónotaðir á hinum og þessum bílastæðum um heim allan (kannski ekki alveg núna þessi misserin vegna Covid) nema þúsundum en í gegnum árin hafa eftirársbílar safnast upp – og sumir seljast bara alls ekki.

Framleitt eftir pöntun

Ísland er náttúrulega bara örmarkaður og fleiri og fleiri bílakaupendur panta bíla sína úr vefverslun bílaumboðanna og laga að sínum þörfum. Þannig fer kannski bíllinn þinn ekki í framleiðslu fyrr en þú hefur pantað hann. Sniðug lausn en tímafrek. Sérpantaðan bíl getur tekið að meðaltali tvo til þrjá mánuði að afgreiða og þar með talið að framleiða.

image

Það væri sárt að sjá þennan rifinn niður í parta og settan í pressuna.

Bílasalar drullusokkar?

Í Bandaríkjunum eru bílasölumenn taldir þeir slóttugustu af öllum sem selja vöru eða þjónustu – kannski að undanskildum fasteignasölum. En hvað með kúnnana? Þeir halda að það sé hægt að semja um topp uppítökuverð og hámarksafslátt af nýja bílnum. Þeir eru til í að gera næstum „allt” til að fá betri díl. Þeir taka með sér aðstoðarmenn sem vita oft minna en þeir sjálfir hvernig kaupin á eyrinni fara fram.

Endurvinnsla nýlegra bíla

Að sjálfsögðu er erfiðara að endurvinna bíl en tómata. Þegar þúsundir bíla standa óseldar á einhverjum akri, gömlum herflugvöllum eða hafnarsvæðum er ekki með öllu einfalt að eyða þeim.

Það er hins vegar deginum ljósara að þegar ný árgerð kemur, þýðir ekki að hanga með gömlu gerðina við hliðina á þeirri nýju og minnka möguleikann á sölu hennar. Því verður gamla árgerðin að hverfa.

Af hverju gefa framleiðendur ekki bara bílana í stað þess að láta ákveðið hlutfall þeirra grotna niður sem endar svo í pressunni?  Þá myndu bílakaupendur bara bíða eftir að nýja árgerðin kæmi og þeir fengju eins til tveggja ára bíl gefins – það væri nú aldeilis bissness.

Nokkur bílastæði í stærri kantinum

Hér má sjá nokkrar myndir sem ég afritaði af Google Maps í tilefni skrifanna. Þessar myndir voru gúgglaðar í dag en aldur þeirra getur verið frá eins til þriggja ára, jafnvel eldri segir Google. Hér má allavega sjá helling af bílum.

image

Frá Maryland í USA.

image

Shearness, England.

image

Hér má sjá bílabreiður í Upper Swindon við gamlan flugvöll. Röðin er um 1500 metrar.

image

Hafnarbakkinn í Valencia á Spáni.

Endurvinnsla BMW og Mini

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is