Ford Fusion - síðasti fólksbíllinn undir merki Ford á Ameríkumarkaði hættir

image

Ford Fusion: kom á markað 2006 en er nú hættur. Mynd: Ford.

Bandaríkin voru svo sannarlega „land hefðbundinna fólksbíla“ um mjög langt árabil, en margt hefur breyst á síðustu árum og núna á dögunum kynnti Ford að þeir myndu hætta með síðasta eiginlega fólksbílinn, þegar tilkynnt var um endalok Ford Fusion.

Bílavefurinn Jalopnik fjallar um þessi endalok Fusion með þessum hætti:

Fusion mun því bætast í hóp Fiesta, Focus og Taurus bræðra sinna í hinu mikla ruslgarði á himni“, segir Jalopnik.

Hlutur meðalstórra fólksbíla hefur verið kjarninn

„Hin meðalstóra fólksbifreið hefur verið grunnurinn í framboði hjá Ford síðan sá hluti varð til. Þeirra á meðal voru Falcon, Maverick, Granada, LTD, Taurus og Fusion. Erfitt væri að segja að einhverjar af þeim gerðum væru sérstaklega spennandi, en margar þeirra voru byltingarkenndar og veittu bandarísku fjölskyldunni nákvæmlega réttan bíl til að komast um þjóðvegina og annað sem leiðin lá. Ég veit að ekki margir munu syrgja það þegar Fusion yfirgefur okkur, en þetta var virkilega góður bíll“, segir Jalopnik-vefurinn.

Ford hætti að taka við nýjum pöntunum fyrir Fusion í febrúar og hafði í hyggju að loka framleiðslulínunni 21. júlí, en vegna kórónavírusfaraldursins var lokuninni ýtt aftur til loka mánaðarins. Síðasti Fusion-bíllinn rann af færibandinu í Hermosa í Mexíkó 31. júlí, samkvæmt frétt frá Ford Authority. Þegar Lincoln Continental hættir í lok árs 2020 mun FoMoCo ekki lengur framleiða neina fólksbíla, nema Mustang og færast yfir í jeppa og pallbíla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is