Saga Saab – sérstök en löng saga sem endaði snögglega

    • Saab nafnið hætti að vera til árið 2012 - en hvernig byrjaði þetta allt? Við skoðum söguna

image

Um það bil 20.000 Saab 92 voru seldir á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.

Saab Automobile AB var stofnað í Svíþjóð árið 1945 þegar móðurfyrirtækið, Saab AB, hóf hönnun lítils fólksbíls. Fyrsta framleiðslugerðin, Saab 92, kom á markað árið 1949. Árið 1968 sameinaðist móðurfyrirtækið Scania-Vabis og tíu árum síðar var Saab 900 hleypt af stokkunum, sem varð á sínum tíma mest selda gerð Saab. Um miðjan níunda áratuginn birtist einnig nýr Saab 9000.

Hér er litið til baka og saga þessa sænska bílaframleiðanda skoðuð nánar.

Upphaf í kjölfar heimsstyrjaldar

Bílaframleiðsla Saab átti rætur sínar að rekja til fyrirtækis sem bjó til hernaðarlegan vélbúnað fyrir sænska flugherinn. Á þeim tíma var Svíþjóð að koma sér upp varnarliði til að vernda hlutleysi sitt í heimsstyrjöldinni síðari. Þegar ógnin minnkaði, gerði það einnig að verkum að minna lá á að smíða flugvélar. Með verksmiðjum og vinnuafli þurfti fyrirtækið að finna nýjar leiðir.

image

Upprunalegi Saab-bíllinn, Ursaab, var hannaður með þekkingu fyrirtækisins á loftfræði og flugtækni.

image

Saab 94, þekktur sem Sonnett, var fyrsti sportbíll fyrirtækisins.

image

Saab 93 var í raun þriggja strokka útgáfa af 92.

Um 1948 hafði Saab smíðað fjórar „Ursaab“ frumgerðir bíla. Róttækt útlitið var þróað með sérfræðiþekkingu í flugi og hafði mun lægri stuðul loftmótsstöðu en nokkur annar bíll sem þá var á markaði. Ári síðar þróuðust þessar frumgerðir í fyrsta framleiðslubílinn - Saab 92.

Saab 92 – fyrsti bíllinn

Nefndur 92 í kjölfar eins hreyfils flugvélarinnar 91. Um 20.000 voru seldir og tveggja strokka 92 náði sér í aukasílinder og varð 93. Stationgerð, 95, bættist í hópinn árið 1959.

image

Árið 1956 kom fjórða útgáfan af Saab 92 – þá sem Saab 95.

Þar sem Saab naut velgengni og góðrar sölu hóf framleiðandinn þátttöku í sænsku mótorsporti og öðlaðist síðar frægð í mótorsporti á heimsvísu. Sigur á mótum heimsmeistarakeppninnar og annað sætið í lokaumferð Le Mans 24 tíma kappakstrinum 1959 veitti litla sænska framleiðandanum mikinn orðstír.

image

Saab 96 var bíllinn sem kom fyrirtækinu á alþjóðlega kortið.

Söluaukning hjá Saab varð þegar Saab 96 sem byggði á 92-bílnum kom á markað. Þetta var fyrsta gerðin sem var mikið flutt út og sá fyrsti sem fluttur var inn til Bretlands. Tæplega 550.000 bílar voru smíðaðir á um 20 ára framleiðsluferli.

image

Erik Carlsson á Saab 96 ók til sigurs í RAC og Monte Carlo mótunum. Annar bíll frá Saab setti hraðamet á brautinni í Bonneville.

image

Sonnett II og V4 voru í grundvallaratriðum þeir sömu, en knúnir af 841cc tvígengisvél og Ford V4 hvor um sig.

image

A 99 með V8 frá Triumph Stag, en hætt var við hugmyndina og túrbó-vél kom í staðinn.

image

Sala á Sonnett III olli vonbrigðum að hluta til vegna olíukreppunnar 1973.

image

Þessi Saab 99 var smíðaður á árunum 1968 til 1984.

Skorið á tengslin við fortíðina

En það var ekki fyrr en árið 1968 sem Saab loksins sleit tengslin við hinn gamla Saab 92. Ári áður en Saab sameinaðist Scania, var það 99-bíllinn sem markaði þessi tímamót fyrir framleiðandann. Þessi bíll var með ýmsar nýjungar eins og þvott á aðalljósum, stuðara sem gátu haldið lögun sinni eftir högg og nýtt merki.

image

900 Turbo 16 er enn einn af þeim bílum sem bílasafnarar nútímans keppast um að eiga

Bíllinn var smíðaður af Valmet og knúinn af vél sem kom frá Triumph. Í kjölfarið kom Saab 99 Turbo - einn af fyrstu vinsælu og nothæfu túrbóbílunum. Og það var sú túrbótækni sem skilgreindi fyrirtækið til lengri tíma litið.

image

Stuðarar 900 voru hannaðir til að afmyndast og endurheimta lögun sína við högg á lágum hraða.

Saab 900 varð síðan einn sérstæðasti bíll fyrirtækisins til þessa. Meira en ein milljón var seld á árunum 1978 til 1998 og markaðsmenn fyrirtækisins lögðu mikla áherslu á loftfræðilega hönnun bílsins.

image

Tilraunabíllinn Saab EV-1 byggðist á 900 Túrbó en var knúinn 285 hestafla vél.

Turbo módel héldu áfram að fanga ímyndunarafl almennings og með afköst svo mikil sem 175 hestöfl í kappakstri í Bretlandi fylgdi Saab Turbo Mobil Challenge. Það vakti athygli ökumanna víða um heiminn.

image

900 Turbo var þróaður upphaflega með 143 hestöfl, en aflið var seinna aukið í 175 hestöfl.

image

Önnur kynslóðin náði ekki velgengni vegna kröfu GM um að nota grunn frá Calibra.

Saab 9000 kemur til sögunnar

Meðan 900 naut velgengni í sölunni skilaði samningur, sem Saab og Fiat höfðu gert, fyrsta lúxus Saab-bílnum, 9000. Þessi bíll hafði einnig áhrif á hönnun Alfa Romeo 164, Fiat Croma og Lancia Thema. Með Saab / Fiat samningnum var Saab 600 kynntur til sögunnar, sem var Lancia Delta með Saab-merki fyrir skandinavíska markaðinn.

image

Engu að síður varð önnur kynslóðin arðbær fyrir Saab árið 1995 - fyrsti gróðinn síðan 1988.

Undir lok níunda áratugarins fór áhugi á vörumerkjum eins og Saab dvínandi og GM hrifsaði Saab frá Fiat og keypti 600 milljóna dollara hlut sem tryggði þeim 50 prósenta hlut. Saab þurfti alvarlegar fjárfestingar og nútímavæðingu til að koma í stað aldraðs Saab 900.

image

9-5 bílar Saab voru með 'Pendulum B-stoð' sem var byltingarkennd hvað varðar hliðaráhrif í árekstri.

Arftakinn hélt 900 nafninu. Saab ákvað að Opel Calibra grunnurinn sem krafist var að þeir notuðu þyrfti umfangsmikla verkfræðilega endurhönnun til að uppfylla eigin öryggisstaðla.

image

Þrátt fyrir svipað ytra útlit var Saab 9-3 með 1100 vélrænar breytingar frá Saab 900.

Bíllinn sem úr þessu kom var með lélegt gangverk en bíllinn seldist samt í 68.000 eintökum á ári.

image

Stationgerð 9-5 kom fram tveimur árum eftir að fólksbíllinn kom á markað. Sögur herma að frumsýning bílsins hafi dregist á langinn vegna innri átaka í fyrirtækinu.

image

Sumar útgáfur af 9-3 rufu 200 hestafla múrinn í fyrsta skipti.

Árið 1998 var farið í um 1100 breytingar á bílnum og útkoman varð Saab 9-3. Þrátt fyrir að GM neitaði að fjármagna endurnýjunina jókst salan um 15.000 á ári.

Saab 9-5 kemur í stað 9000

Ári áður var 9000 skipt út fyrir 9-5, bíl sem deildi um 35 prósent af íhlutum sínum með Opel Vectra.

image

9-X hugmyndabíllinn á árinu 2001 benti eindregið til keppinautarins Audi A3.

Þetta var talinn af mörgum vera einn öruggasti bíll í heimi, en takmarkaður af ófullnægjandi íhlutum frá GM, skortur á almennilegum dísilvélum og fjórhjóladrifi; þannig að bíllinn varð aldrei raunveruleg samsvörun við BMW 5-seríu og Audi A6 gerðir nútímans.

image

9-3X Concept gaf frekari vísbendingar um tengsl við hlaðbak í C-stærðarflokki auk þess að gefa vísbendingar um 9-3 hönnun í framtíðinni.

Árið 2000 keypti GM 125 milljóna dollara hlut í Saab sem fyrirtækið átti ekki fyrir og byrjaði að vinna að nýjum 9-3 sem kom fram þremur árum síðar.

image

9-3 sem kom fram árið 2003 var mikil framför, en GM yfirmenn voru óhressir vegna þess hve mikið bíllinn fór frá Epsilon grunninum.

Því miður varð gengi sænsku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar þvingun til að draga úr kostnaði og yfirmenn GM urðu reiðir þegar þeir uppgötvuðu hversu mikið af 9-3 var sérsniðið og hafði vikið frá Epsilon grunninum sem Saab átti að nota.

image

Arftaki hins aldraða Saab 9-5 tafðist eftir að GM lauk sameiginlegu verkefni með Fiat.

Sögusagnir segja að svar GM hafi verið að seinka kynningu á stationgerð 9-3 og hætta við fyrirhugaða 4x4 gerð.

Reynt að fara á Ameríkumarkað

Árið 2005 krafðist Bob Lutz yfirmaður GM bíla þess af Saab að bílum frá þeim yrði komið á framfæri á bandaríska sölunetinu.

image

Aðeins voru seld 20.000 eintök af Saab 9-7X á fyrsta árinu  í Norður-Ameríku.

Sama ár var hætt við aðra kynslóð 9-5 þegar GM dró sig út úr samningi við Fiat um að þróa nýja stóra bíla. GM gekk einnig frá Subaru-samstarfinu og innsiglaði örlög Subaru Tribeca 9-6 jeppans.

image

Aero-X, sem kynntur var á Parísarsýningunni árið 2006, var hörmuleg vísbending um hvað hefði getað gerst.

Þetta - og seinkun á gerðum 9-3 - voru högg sem Saab náði sér í kjölfarið aldrei eftir.

image

innan við 600 9-4X eintök voru smíðuð áður en fyrirtækið fór í þrot.

Í mars 2009 var Saab komið undir utanaðkomandi stjórnun samkvæmt samkomulagi við lánardrottna. Tveimur mánuðum síðar var Koenigsegg, ásamt norskum stuðningsmönnum og kínverska framleiðandanum BAIC, í stakk búið til að kaupa fyrirtækið en samkomulagið í nóvember –  í mánuðinum sem framleiðsla á nýlega frumsýndum Saab 9-5 var að hefjast.

image

Phoenix hugmyndabíllinn sýndi grunn sem enn gat verið næsta kynslóð Saab 9-3.

Tilkynnt um endalokin

18. desember tilkynnti GM að sögu Saab væri lokið. BAIC kom aftur fram og keypti réttindi til annarrar kynslóðar 9-3, fyrstu kynslóða 9-5 og hallandi fjögurra strokka véla Saab. Heildarframleiðsla Saab árið 2008 var aðeins 90.000 bílar og fyrirtækið tapaði um 215 milljónum punda.

image

9-5 var lokagerðin sem var framleidd áður en fyrirtækið fór fram á gjaldþrotaskipti.

Saab fór í gjaldþrotavörn 7. september. Það sem eftir lifði ársins börðust stjórnendur Saab við að setja saman samning við kínverska bílaframleiðandann Youngman Lotus og Pang Da. GM kom í veg fyrir samning um að selja Saab til kínversku fyrirtækjanna tveggja með því að krefjast þess að það myndi ekki leyfa nýju eigendunum að framleiða GM byggða 9-3, 9-5 og 9-4x jeppann.

NEVS tekur við – Saab nafnið hverfur

En sögunni var ekki lokið enn. Í júní 2012 tilkynnti nýstofnað eignarhaldsfélag National Electric Vehicle Sweden (NEVS) að það hefði keypt hið gjaldþrota fyrirtæki.

En ákvörðun NEVS um að nota ekki Saab-nafnið benti til endaloka hins fræga nafns.

image

Saab 96.

Saab lifir nú aðeins í anda þar sem NEVS hefur boðið upp lokaeintakið af 9-3 gerðinni til ágóða fyrir góðgerðarstarfsemi.

Ónotaður bíll sem átti að fara í árekstrapróf seldist fyrir 465.000 sænskar krónur og var keyptur af dönskum Saab áhugamanni, sem var síðan boðið að skoða Saab safnið í Trollhättan, þar sem Saab verksmiðjan var einu sinni.

Fyrirtækið einbeitir sér nú að grunni rafmagnsbíla, þar með talið sjálfkeyrandi skutlu, og hefur fjárfest í sænska bílaframleiðandanum Koenigsegg.

(byggt á grein á vef Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is