BMW kemur með fulla rafmagnsútgáfu af 5 seríunni – X1 mun ryðja brautina

image

BMW mun bjóða upp á rafmagnsútgáfu af 5 seríunni. Myndin sýnir núverandi gerð með hefðbundnum brunamótor.

FRANKFURT - BMW mun bjóða upp á rafknúnar gerðir af 5 seríunni og X1 sem hluta af uppstokkun á framleiðslunni. Þetta var kynnt á mánudag þegar bílaframleiðandinn kynnti aðgerðir til að draga úr losun frá ökutækjum á vegum og við framleiðsluna.

„Á tíu árum er markmiðið að vera með samtals meira en sjö milljónir rafmagnsbíla frá BMW Group á vegunum - um það bil tveir þriðju hlutar þeirra með fullkomlega rafknúna drifrás“, sagði fyrirtækið á mánudag.

Bílaframleiðendur hafa keyrt á raforkuna allt frá því að evrópskar löggjafarsamkomur fyrirskipuðu í desember 2018 að draga úr losun koltvísýrings frá bílum um 37,5 prósent árið 2030 miðað við stöðuna árið 2021. Þetta mun koma í kjölfar 40 prósenta losunar milli áranna 2007 og 2021.

Fimm rafbílar

Frá og með næsta ári segist BMW Group bjóða fimm rafmagnsbíla: BMW i3, Mini Cooper SE, BMW iX3, BMW iNext og BMW i4. IX3-bíllinnmun hefja sókn fyrirtækisins á sviði rafbíla.

Alls mun BMW vera með 25 gerðir rafbíla á vegunum árið 2023, þar af um helmingur að fullu með rafmagn.

Forstjóri BMW, Oliver Zipse, neitaði að gefa upp hvenær rafbílagerðir 5-seríunnar eða X1 komi á markaðinn. Báðar gerðirnar verða fáanlegar í framtíðinni með fjórum afbrigðum drifrásar, þar á meðal fullri rafmagnsdrifrás, tengitvinnbúnaði, dísil og bensín með 48 volta tækni.

Bílaframleiðandinn sagði einnig að stjórnunaraðgerðir fyrirtækisins verði í meira samræmi við loftslagsmarkmið og að kolefnislosun frá framleiðslu og vinnusvæðum verði lækkuð um 80 prósent á hvern bíl.

(Reuters / Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is