Tíu skemmtilegustu borgarbílarnir 2020

Góðir borgarbílar eru yfirleitt smáir, hagvæmir og auðveldir í akstri um þröngar götur bæja og borga. En þeir bestu í flokknum bera djarflega hönnun, sprækar vélar og það er skemmtilegt að aka þeim.  Hér á eftir förum við yfir 10 skemmtilegustu bílana árið 2020 að mati blaðamanna Autocar.

Í sumum tilfellum skjóta þeir öðrum bílum í sambærilegum stærðarflokkum ref fyrir rass með því að vera liprir, sportlegri og með fínum aflgjöfum.

1. Hyundai i10

Þessi litli fákur hefur heldur betur fengið gott uppeldi á borðum hönnuða sinna. Kynslóð eftir kynslóð hefur hann styrkt stöðu sína í flokki smábíla. Hyundai i10 hefur á líftímanum sífellt aukið markaðshlutdeild sína og má ætla að nýjasta árgerðin verði engin undantekning í sigurgöngu þessa smábíls.

image

Bíllinn hefur heldur betur fengið yfirhalningu að innan bæði fyrir augað í aukinni hægvæmni (þetta er einfaldlega einn flottasti bíllinn í sínum flokki). Skarpar útlínur bílsins vekja athygli og hann kemur á 16 tommu flottum álfelgum.  Á óvart kemur hversu bíllinn er vel búinn (active safety kit), bremsar fyrir þig, hringir í 112 ef þess gerist þörf og búinn akreinavara svo eitthvað sé nefnt. Hyundai i10 er einn af fáum bílum í sínum flokki sem enn er með fjögurra strokka vél sem gefur bílnum þokkalegt afl sem hentar vel í borgarakstri.

Auðvitað getur verið að hann standi ekki á sama stalli eins og til dæmis VW up GTI sem er vel heppnaður og mjög vel búinn borgarbíll. Þó fer i10 auðveldlega í fyrsta sætið hjá okkur.

2. Suzuki Ignis

Í gamla daga hétu ísskápar seinna nafni þessa bíls. Þessi bráðsniðugi smábíll á þessum þéttsetna markaði smábíla er einfaldlega krydd í tilveruna.  Þessi Súkka kemur verulega á óvart með sérstöku útliti, fjölhæfni, plássi og mjög lítilli eldsneytiseyðslu. Sú staðreynd að hann lítur meira út fyrir að vera sportjepplingur en þeir bílar sem eru honum við hlið í samkeppninni, ætti nú ekki að saka eins og áhuginn á markaðnum er fyrir litlum sport-jepp-lingum í dag.

image

Að því sögðu tryði ég því alveg að Ignisinn með Suzuki AllGrip, aldrifinu myndi slá í gegn. Þessi litli kall myndi hæglega fara mun lengra en aðrir bílar í þessum flokki. Þannig útbúinn kæmi hann eflaust á óvart sem frábær kostur.

3. Kia Picanto

Kia Picanto hefur einsog frændi hans Hyundai i10 stækkað talsvert frá því hann sást fyrst á götunum. Nýjasta útgáfan lítur mun betur út en þegar hann kom í heiminn og að innan hefur hann einnig tekið stakkaskiptum. Þá er Kia Picanto hlaðinn staðalbúnaði sem ekki er hægt að slá skollaeyrum við. Hann skorar líka talsvert vel í akstursupplifun þrátt fyrri að að hafa verið reynsluekið á breskum sveitavegum.

image

Í raun er ekki mikið sem skilur á milli þeirra frænda, Kia og Hyundai nema ef til vill útlitið, búnaður, vélin í Kiunni og farangursrýmið sem er örlítið minna í Kiunni.  Ef þér líkar útlitið á Kiunni betur, endilega veldu hann þá frekar.

4. VW Up

Það er staðreynd að VW Up er minnsti bílinn sem Volkswagen samsteypan framleiðir. Þrátt fyrir það er Up-inn langt í frá að vera einhver eftirbátur annarra Volkswagen bíla. Hann er engin bylting á markaðnum en hann stendur fyllilega undir nafni hvað varðar bíla í sínum flokki hvað frágang og útlit varðar.

image

Að því sögðu og þeim róttæku breytingum í vélaframboði Volkswagen fyrir Up-inn þýðir að VW Up er ekki lengur efstur á blaði sem snaggaralegasti smábílinn.  

Eins og frændurnir Seat og Skoda er UP til í rafmagnsútfærslu. Þó ætla mætti að þessi smábíll væri frábær í rafmagnsútfærslu er verðið kannski eins gott og maður gæti haldið. Reyndar er verðið rétt undir þremur milljónum hér heima.

5. Skoda Citygo-e IV

Nú er Skoda Citiygo ekki lengur ódýrasti bíllinn í þríeykinu frá Volkswagen Group. Þessi minnsti Skoda er aðeins til í rafmagnsútgáfu og er með 36,8kW rafhlöðu sem gefin er upp fyrir rétt um 274 km. akstur skv. WLTP staðlinum – eflaust ekki nema um 193 km. raundrægni.

image

Ef ekki væri fyrir verðið vegna rafvæðingarinnar væri Skoda Citigo mun hærra á listanum yfir 10 skemmtilegustu smábílana – jafnvel þó að Skodinn sé einn af ódýrari „alvöru” rafmagns bílum mun það eflaust vera stærsti hindrunin við að eignast hann.  

Engu að síður er hann frábærlega vel gerður bíll, fallegt útlit og með gott notagildi – þökk sé rafmótornum er hann ódýr í rekstri sem borgarbíll.  Góður kostur.

6. Toyota Aygo

Toyota Aygo fékk smá andlitslyftingu 2018 og varð við það enn huggulegri smábíll en áður.  Aukinheldur fékk hann yfirhalningu á búnaði og mun meiri staðalbúnað en áður.

image

Þriggja strokka 1.0 lítra vélin í Aygonum var aðeins tjúnnuð upp og fór þá upp í 71 hestafl úr 68. Hins vegar er tog vélarinnar ekki að slá neitt sérstaklega í gegn með 68lb ft. og letur því bílinn eilítið í akstri.

Þeir samkeppnisaðlar sem bjóða upp á túrbínur í vélum sínum eru mun ofar á lista. Aygo hefur verið vinsæll í gegnum tíðina og snaggaralegur í akstri og er það áfram.

7. Seat Mii Electric

Sagan er eiginlega sú sama og af Skoda Citygo-e bílnum sem þú last um hér að ofan. Spánski armur borgarbíla Volkwsagen samsteypunnar er einnig drifinn rafmagni. Seat-inn er með sama rafmagnsmótorinn og Skodinn.

image

Á meðan Seat bíllinn gæti verið örlítið fallegri að framan en hinn Tékkneski bróðir hans er ekki auðvelt að mæla frekar með honum. Hann er eilítið stífari í akstri en það munar um 16 kílómetrum á Skodanum og Seat-inum í uppgefinni drægni – hvað Skodinn fer lengra.  Þrátt fyrir það er Seat bíllinn örlítið dýrari en Skoda Citygo. Því miður hafa Seat bílar aldrei náð neinum takti á Íslandi.

8. Fiat Panda

Fiat Panda sker sig reyndar úr hvað kollegana varðar í smábílaflokknum. Þeir hjá Fiat segja reyndar að Panda sé meira alhliða bíll en bara smábíll til nota í borginni – annars er hann skemmtilega sérstakur þessi bíl og hefur alltaf verið.

Það getur verið langsótt að Fiat Panda sé í raun í beinni samkeppni við smábíla á þessum markaði hvað nýrri og straumlínulagaðri bíla varðar en hann heldur sérstöðu sinni með sínu einstaka útliti og geðugur er hann.

image

Þó svo að innrétting þessa litla bíls sé kannski ekki jafn nútímaleg og annarra smábíla í þessum stærðarflokki þá er hún öflugri, sterklegri og hagnýtari en margra bíla í flokki smábíla. Nú fæst Fiat Panda með mild-hybrid vél sem og fjórhjóladrifinn.

9. Fiat 500

Fiat 500 hefur verið á markaðnum í um þrjá áratugi með hléum.  Það eitt og sér er all sérstakt ef við höfum í huga að bíllinn er jafn ferskur í útliti þrettán árum eftir að hann kom á markað í endurbættri nútímaútgáfu.

image

Fiat 500 er frekar slappur hvað afl varðar og þú verður að standa hann til að fá einhverja svörun en það er samt eitthvað krúttlegt við að keyra þennan bíl.

Fiat 500 vill sýna hvað hann getur og reynir hvað hann getur að ganga í augun á þér í akstri jafnvel þótt að aksturseiginleikar séu ekki kannski alveg þeir sömu og í nýjustu gerðum smábíla með meira afli. Hann er heldur ekki eins þægilegur og rúmgóður. Samt sem áður er hann mjög skemmtilegur bíll og án efa einn af flottari smábílum í þessum flokki.  Það er eitthvað.

10. Dacia Sandero

Dacia Sandero er kannski ekki endilega nógu lítill til að teljast til ofangreindra borgarbíla en sú staðreynd að þú getur eignast hann fyrir talsvert lægri fjárhæð en flesta þeirra bíla sem eru á topp tíu listanum er næg ástaða til að hafa hann með.

image

Dacian er með stærra kolefnisfótspor en hefðbundinn borgarbíll og hann er einnig plássmeiri en litlu vinir hans. En lágt verð bílsins á sér svo sem kannski skýringu.

Innréttingin er pínu gamaldags, sætisstillingar skrítnar og þó svo að hann taki beygjurnar ágætlega er hann talsvert svagur í þeim. 89 hestafla þriggja strokka bensínvélin virkar samt viljug og er bara þónokkuð hagkvæm hvað eldsneytiseyðslu varðar. Með fínu leiðsögukerfi og bakkskynjurum er þessi bíll að kosta nær helmingi minna en nýtísku borgarbílarnir. Það verður að segjast góður kostur.

Byggt á grein Autocar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is