Með nýjum 2022 Peugeot 5008 mun áherslan verða á hagkvæmni

    • Breski bílavefurinn Auto Express sýnir okkur hvernig 2022-ágerðin af bílnum gæti litið út
    • Ferskt útlit mun undirstrika hvernig næsta kynslóð Peugeot 5008 mun gegna meira hlutverki í vöruúrvali bílaframleiðandans og myndin sem Auto Express birti á vef sínum sýnir hvernig bíllinn gæti litið út

Peugeot íhugar að einbeita sér að því að endurhanna flaggskip sportjeppalínu sinnar, 5008, í hagkvæmari gerð þegar næsta kynslóð kemur til 2022, eins og Auto Express hefur sýnt á sínum vef, og frásögnin hefur síðan verið endurflutt á mörgum öðrum bílavefsíðum í dag.

image

Eins og minna systkini hans 3008, var Peugeot 5008 endurbættur alveg árið 2017 og skipt úr gervi „fjölnotabíls“ (MPV) í hefðbundnara útlit sportjeppa. Fyrsta gerðin náði ekki nægri hylli kaupenda en með breytingunni var þessu snúið við og útkoman stuðlaði að því að auka tekjur Peugeot.

„Andlitslyfting“ á 5008 ætti að koma í lok þessa árs. En þegar litið er lengra til framtíðar hefur greining viðskiptavina leitt til þess að innan raða í Peugeot eru aðilar sem hafa þrýst á að næsta nýja kynslóð bílsins verði færð í öfgakenndari átt – í átt frá útliti sportjeppans og frekar í átt að hagkvæmni sem eigendur virðast kunna að meta.

Gilles Vidal, hönnunarstjóri Peugeot, sagði í einkaviðtali við Auto Express: „5008 er keyptur af ungum fullorðnum sem eiga börn.“ Svo að stærri bíllinn er keyptur af fjölskyldunum en oft er fólkið efnaðra, og kaupa þann minni – 3008-bílinn.

„Það gæti leitt til þess að næsta kynslóð 5008 verði enn meira „kassalaga“ og þá þarf að finna leið til að hann verði kynþokkafyllri“.

Mynd Auto Express sýnir eina útgáfu hugmyndabíls í þá átt hvernig Peugeot gæti aukið hagkvæmni 5008. Lóðréttari glerlína að aftan myndi bæta heildarafkastagetu og bæta pláss fyrir þriðju sætaröðina. Verkefni Vidal verður að gera þaklínuna enn þá ágengari, ef til vill með snjallri notkun á krómáfellum, og draga úr sjónrænum áhrifum hliðarklæðninganna án þess að grípa til flókins og ómarkviss yfirborðs.

Eins og með næstu kynslóð 3008 ætti næsti 5008 að byggjast á þróun á EMP2 grunni núverandi bíls, kallaður EMP2 V4. Þetta gerir kleift að knýja bílinn með drifrásum með bensíni, dísil, mildum blendingi, tengitvinnbúnaði eða með hreinu rafmagni.

(John McIlroy - AutoExpress)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is