Leki á einkaleyfateikningum sýna dularfullan nýjan Rolls-Royce Coupé hugmyndabíl

• Rolls-Royce hefur lagt fram nokkrar einkaleyfateikningar vegna einskiptiskippu sem virðist vera byggð á Wraith coupe

Rolls-Royce hefur sent inn umsókn á einkaleyfi á nýrri gerð, sem virðist vera leynileg gerð Coupé byggður á Wraith-bílnum.

image

Einkaleyfateikningar fyrirtækisins hafa komist í sjónir almennings augum frá Hugverkastofu Brasilíu.

image

Rolls-Royce heur komið með mun róttækari endurhönnun bílsins að aftan, með fullkomlega endurgerðum stuðara að aftan og sporðlaga afturenda - sem bæði líta út eins og afturdekkið og þotumótorarnir að aftan á lúxusbátnum.

Ef þessi hugmyndabíll er byggður á Wraith, ætti hann að að vera með sömu tvískiptu túrbó 6,6 lítra V12 vélinni. Sú vél er með 624 hestöfl og 800 Nm tog - og hún er pöruð við átta gíra sjálfskiptan gírkassa sem í venjulegum bíl gefur tímann frá 0–100 km/klst um 4,5 sekúndur og rafrænt takmarkaðan hámarkshraða 250 km/klst.

image

Hugsanlegt er að verið sé að undirbúa verkefnið fyrir komandi Concorso d'Eleganza sýninguna á Ítalíu, sem hefur verið frestað til 2021 vegna kórónavírusfaraldursins.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is